Laugardagur
Jæja nú vorum við voðalega dugleg og löbbuðum upp skarðið:) Húsbóndinn á heimilinu er sérstaklega ánægður með að hafa getað borið litla barnið sitt á bakinu alla leiðina! (húsmóðirin hélt á vatnsbyrgðunum þannig að aumingja húsbóndinn kæmist alla leið)
Fórum síðan og fengum okkur sveitta hamborgara með frönskum á milli, bara svona rétt aðeins til að verðlauna okkur og tryggja að við myndum ekki missa eitt gramm.
Haldið ekki að við höfum svo fundið litlu myndavélina með öllum myndunum frá Barcelona og Helga missti sig alveg, hló og skríkti og hélt langa ræðu um nauðsyn þess að sleppa að heiman og komast í alvöru vinkonuferð annað slagið. Pési minntist þá á það að hann ætti inni eina ferð en sem betur fer hafði húsmóðirin ekki gleymt New York ferðinni frá því í fyrra þannig að hún slapp fyrir horn!
jæja ætli að ég verði ekki að fara að leggja mig
Kv. Helga og co.
Fórum síðan og fengum okkur sveitta hamborgara með frönskum á milli, bara svona rétt aðeins til að verðlauna okkur og tryggja að við myndum ekki missa eitt gramm.
Haldið ekki að við höfum svo fundið litlu myndavélina með öllum myndunum frá Barcelona og Helga missti sig alveg, hló og skríkti og hélt langa ræðu um nauðsyn þess að sleppa að heiman og komast í alvöru vinkonuferð annað slagið. Pési minntist þá á það að hann ætti inni eina ferð en sem betur fer hafði húsmóðirin ekki gleymt New York ferðinni frá því í fyrra þannig að hún slapp fyrir horn!
jæja ætli að ég verði ekki að fara að leggja mig
Kv. Helga og co.
1 Comments:
Frábært, komin síða fyrir myndir. Bíðum spenntar eftir fleiri myndum. kv. Bára, Ingunn og Rannveig Harpa
Post a Comment
<< Home