Tuesday, October 27, 2009

kúrt í pabbafangi;-)

Posted by Picasa

Áslaug Anna

Posted by Picasa

Sandra Sif, Áslaug Anna og Arndís Inga

Posted by Picasa

Ein mynd af börnunum :-)

Posted by Picasa

Sunday, October 25, 2009

Kominn tími á blogg??

Komið þið sæl og blessuð og váááá hvað er langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn. Ég er nýbúin að kíkja bloggrúntinn minn og finnst ansi margir vera farnir að slaka á og finnst það miður....var svo hugsað til míns eigins bloggs og mundi allt í einu að ég væri nú ekki beinlínis að standa mig og uppgötvaði að ég gæti ekki verið ósátt við frammistöðu annarra á meðan mitt eigið blogg lægi í dvala!.....þannig að nú lofa ég bót og betrun, spurning hvað verður úr því;0)
Jæja hvar skal maður byrja?
Áslaug Anna var skírð 26. september ásamt Gyðu Dröfn frænku sinni. Héldum við veisluna í Ýdölum og það var mjög þægilegt. Garðar lánaði okkur hoppukastala sem við blésum upp í íþróttasalnum og léku börnin sér þar á meðan fullorðna fólkið slakaði á í kaffistofunni. Bara snilld!
Við skelltum okkur suður í byrjun október og dvöldum þar í eina tíu daga. Við stoppuðum fyrstu tvo dagana á Skaganum. Ég og Áslaug Anna gistum hjá Elsu Láru vinkonu og það var þvílíkt ljúft, alltaf gaman að hitta hana og spjalla. Árni Pétur, Hilmar Þór og Arndís Inga gistu hins vegar hjá Hemma og Eddu og lentum við í þvílíkri afmælisveislu hjá Andreu Ósk. Í Reykjavík gistum við hjá Báru, Samma og Söndru Sif og var það þvílíkt ljúft. Við þökkum bara kærlega fyrir okkur.
Um síðustu helgi skelltum við okkur svo í Vopnafjörðinn með Grímshúsa- og Fagranesfjölskyldunum og áttum við yndislega daga þar. Þar hittum við að sjálfsögðu Steina, Ellu, Sindra og Frey og áttum með þeim góðar stundir.
Núna langar mig mest að skella mér á Hornafjörð og ætla ég að skoða það einhvern tímann í nóvember;-)
Það má því segja að það sé búið að vera nóg að gera hjá okkur í fæðingarorlofinu því fyrir utan þessi ferðalög er nóg að gera í hinum ýmsustu klúbbum því ég er í fjórum slíkum; mömmuklúbb, tveimur saumaklúbbum og matarklúbb....þannig að maður hefur nóg fyrir stafni í sveitinni;-)
Árni Pétur er réð sig í afleysingar í Hafralækjarskóla í vetur og er byrjaður þar. Honum líst vel á sig og finnst okkur ágætt að losna við aksturinn í einn vetur.
Jæja nú held ég að ég sé að verða búin að segja frá því helsta sem á daga okkar hefur drifið undanfarnar vikurnar. Hafið það gott;0)
kv. Helga Sigurbjörg

Sunday, August 23, 2009

Staðan

Komið þið sæl. Nú er litla daman orðin rúmlega 2 vikna og allir að verða búnir að ná áttum og aðlagast nýja lífinu. Arndís Inga sýndi smá takta fyrstu dagana en er öll að koma til og Hilmar Þór virðist ekki kippa sér mikið upp við þessar breytingar.
Leikskólinn er byrjaður aftur okkur öllum til mikillar gleði. Blessuð börnin voru vægast sagt orðin hundleið á öllu hér heima og því dauðfegin að fá að hitta krakka og leika sér. Ekki skemmir svo fyrir að Ása amma er byrjuð að vinna á leikskólanum;0)
Við fórum með litlu rúsínuna (eins og Hilmar kallar hana) í sinn fyrsta göngutúr í vagninum í gær. Henni leið ósköp vel og steinsvaf allan tímann. Að sjálfsögðu fékk Arndís Inga líka að viðra litla barnið sitt í vagninum hennar en Hilmar Þór hjólaði á undan okkur. Nú vonum við bara að veðrið leiki við okkur næstu vikur svo við getum gert meira af þessu:0)
Jæja nú er ég að spá í að fara að skríða í bælið þar sem litla daman er nýsofnuð. Hafið það gott.
kv. Helga

Friday, August 14, 2009

Daman viku gömul í dag:)

Takk elskurnar fyrir góðar kveðjur. Við erum hjartanlega sammála ykkur, hún er æði eins og stóru systkinin sín;) Okkur sýnist hún heldur líkari bróður sínum frá því hann var nýfæddur....sumir halda því þó fram að eldri systkinin séu dálítið lík þannig að ætli að það megi ekki segja að hún sé lík þeim báðum;)
Annars gengur allt vel hjá okkur. Litla daman var í vigtun og er orðin 3750 grömm þannig að ég ætla að mjólka vel líkt og með hin börnin. Arndís Inga sýnir nú smá merki um afbrýðisemi, lætur það nú samt aðallega bitna á Ingu ömmu sinni en við vonum að það lagist. Hilmar Þór sýnir hins vegar engin merki um afbrýðisemi enn....krúttið litla bauðst meiri að segja til að fara úr mömmu og pabba rúmi þegar ég ætlaði að troða mér upp í með litlu sytur!
Við erum farin að bíða eftir að leikskólinn opni. Börnin eru orðin frekar leið á öllu hér heima við og ég held að allir verði fegnir að komast í rútínuna sína og hitta börnin á leikskólanum.
Jæja nú ætla ég að fara að ganga frá eftir kvöldmatinn. Læt þetta duga í bili. Enn og aftur takk fyrir öll fallegu kommentin ykkar;)
kv. Helga þriggja barna móðir:0)

Tuesday, August 11, 2009

Myndir af Ónefndri Árnadóttur



Saturday, July 11, 2009

Borgarferð

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að henda inn nokkrum línum á þessa blessaða síðu;)
Nú er ég stödd í borginni, nánar tiltekið í Sveighúsum hjá Báru systur og familíu. Yfirlýst markmið ferðarinnar var að endurheimta Hilmar Þór sem var búinn að eyða viku í faðmi ömmu og afa sem voru svo góð að bjóða honum á fótboltanámskeið í borginni. Hann stóð sig þvílíkt vel þessi elska og svei mér þá ef hann hefur ekki elst um nokkur ár við þetta!
Við Arndís Inga komum sem sagt í borgina á mánudaginn eftir stutt stopp á Skaganum. Ferðalagið gekk mjög vel, Arndís Inga horfði á DVD- spilarann alveg þar til eitthvað ,,ljótt" gerðist og hún vildi ekki horfa meir, þá tók við endurtekin hlustun á Mamma Mia þar til daman gafst upp og sofnaði;) Ég verð nú að segja að ég var alveg að verða búin að fá nóg af þessu lagi og vona að hún taki ástfóstri við einhverju öðru lagi á leiðinni heim:)
Á þriðjudaginn kíkti Elsa Lára í heimsókn til okkar systra og við skelltum okkur á Ítalíu að borða. Þar áttum við ósköp notalega stund saman, spjölluðum og borðuðum góðan mat. Að matnum loknum skelltum við okkur aðeins í Hagkaup og ég náði að versla smá sængjur- og afmælisgjafir á útsölunni þar;)
Á miðvikudaginn skelltum við systurnar okkur með börnin í sumarbústað rétt við Hellu. Það var mjög fínt og að mestu leyti afslappandi (svona eins og það getur verið með þrjá skæruliða:)...þar tókst litlu frænku minni að fá okkur til að hlæja svolítið þar sem henni tókst að verða sér út um varasalvadós og klína gjörsamlega í allt andlitið og hárið á sér. Móðirin lá að vísu við hliðina á henni og las og datt ekkert annað í hug en að litla prinsessan hennar væri steinsofnuð þar sem það heyrðist ekki múkk í henni....þetta var bara snilld og grenjuðum við úr hlátri þegar við sáum hvað hún hafði gert;)
Á fimmtudeginum kíktu Ingunn og Rannveig Harpa til okkar. Það var voða gaman að fá þær og var Rannveig Harpa dugleg að leika við börnin:)
Amman og afinn buðu svo Hilmari Þór og Arndísi Ingu með sér í útilegu í dag (laugardag) og ég hef því bara legið með tærnar upp í loft að mestu, byrjaði á því að sofa í rúma klukkustund eftir að þau fóru en skellti mér svo á Krepputorg að versla gjafir, já nú skal sko sparað í kreppunni og verslað á útsölum! Í kvöld skellti ég mér svo með Björk vinkonu á Ask að borða og er ég nú nýkomin aftur heim í Sveighús og er að hugsa um að fara að halla mér....
Ég stefni svo á Norðurlandið á mánudag eða þriðjudag!
Já þar hafið þið það, þvílíkur og annar eins dugnaður! Nú verður örugglega MJÖG langt í að ég nenni að blogga aftur, þannig að bara NJÓTIÐ VEL:)
Eigið gott sumarfrí elskurnar;)
kv. Helga ofurbloggari

Sunday, May 17, 2009

Hlustað á litla bróðir/systur

Posted by Picasa

Saturday, May 16, 2009

Foreldarsýning í leikskólanum




Nú er mín sko heldur betur að standa sig! Farin að henda inn myndum og alles;)
Þessar myndir voru teknar á miðvikudaginn þegar Foreldrakaffið var í leikskólanum. Þar sungu börnin, dönsuðu og sýndu leikrit. Þetta var náttúrulega bara frábær upplifun, móðurhjartað sló hratt og gæsahúðin lét á sér kræla;)
Núna vorum við að koma heim úr Júróvisionpartýi í Laxárvirkjun og maður getur nú ekki annað en verið sáttur við kvöldið, borðuðum yfir okkur af góðum mat í góðum félagsskap og horfðum á Jóhönnu ,,okkar" lenda í öðru sæti;) Já nú er maður sko stoltur Íslendingur!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili og fari að sofa í hausinn á mér....þar til næst TJÁ!
Posted by Picasa

Saturday, May 09, 2009

Lífið í sveitinni

Komið þið sæl. Ætli að maður verði nú ekki að hysja upp um sig brækurnar, bretta upp ermarnar og reyna að henda inn einhverjum fréttum á þessa blessaða síðu????
Hvar skal byrja?
Ætli að það sé ekki við hæfi að byrja á veðrinu. Hér í Aðaldal er sem sagt allt hvítt eftir leiðindaveður í gær! Ég verð nú að viðurkenna það að ég var ekki par hrifin af þessu.....mér hlýnaði mjög um hjartarætur í morgun þegar ég kíkti í Fréttablaðið sem Marinó var svo elskulegur að skilja eftir við útidyrnar í morgun þar sem stóð að spáð væri 20 stiga hita á Norðausturlandi í vikunni....þannig að nú bíð ég bara spennt með bíkiníið klárt og alles;)
Annars er nóg að gera í blessaðri vinnunni. Farið að styttast allsvakalega þar til sumarfríið skellur á og þar af leiðandi margt að gera við námsmat og annað sem tilheyrir skólaslitum.
Við stefnum á Akureyrarferð á morgun. Ása tengdó er að útskrifast úr Myndlistaskólanum og ætlum við að fara og kíkja á útskriftarsýninguna....svo er ég víst búin að lofa börnunum að kíkja í bíó þannig að ég verð víst að standa við það líka;) Annað kvöld ætlum við svo að elda fyrir hana og systkini hennar hér í Nesi svona í tilefni útskrifarinnar:)
Já hvað ætli að ég geti blaðrað meira.....Arndís er fullviss um að ég sé með stelpu í maganum og þegar ég spurði hana af hverju svaraði hún með hneykslisróm: ,,Sko mömmur fæða stelpur en pabbar fæða stráka"....þar hafið þið það! Spurnig hvort það leynist bara einn lítill drengur í ístrunni á Árna Pétri:)
Jæja held að ég sé alveg orðin þurrausin núna. Verið nú endilega svo væn og kvittið út í rauðan dauðann því það er svo skemmtilegt (og örugglega hvetjandi til frekari skrifa)
Hafið það gott í snjónum....og sólinni!
kv. Helga sumarsjúka

Tuesday, April 21, 2009

Mynd fyrir góðu og kurteisu Ester:)


Börnin góðu með Ólöfu Auði vinkonu sinni. Myndin er tekin í fermingarveislu á Höfn í páskafríinu:)
Posted by Picasa

Monday, April 13, 2009

Páskafrí

Komið þið sæl. Auðvitað stend ég við stóru orðin og hendi inn færslu þar sem kommentunum rignir yfir okkur;)
Nú er páskafríið senn á enda og hversdagleikinn tekur við. Þetta er búið að vera yndislegt frí. Eyddum því að mestu á Höfn í góðu yfirlæti hjá Imbu og Nonna, TAKK FYRIR OKKUR!
Það var rosa gaman að hitta kunningjana þar, Imba skellti meiri að segja á saumaklúbb og náði ég að hitta ansi margar skvísur þar á einu bretti;) nú bíð ég bara eftir sumarfríinu þannig að ég geti skellt mér aftur í heimsókn (Já Nonni minn þú losnar ekki við okkur:)
Nú stefni ég næst á flakk í kringum sumardaginn fyrsta, ætla þá að skella mér í borgina í eina fermingarveislu;) ....svo er bara að bíða og sjá hvort maður verði í ferðastuði þegar að því kemur;)
Jæja nú er ég sko alveg búin að standa mig gríðarlega vel og ætla að láta þetta nægja í bili. Svo hendum við örugglega inn myndum bráðlega;)
kv. Helga

Friday, February 20, 2009

Ein mynd af börnunum


Við erum enn á lífi, en voða léleg í að henda einhverju hér inn. Þessi mynd var tekin af góðu börnunum í dag. Við erum endalaust heppin að eiga þessi yndislegu börn:)
Læt þetta duga í bili. Hafið það gott um helgina.
kv. Helga
Posted by Picasa

Monday, February 02, 2009

Hilmar Þór 5 ára

Jæja nú er hann Hilmar okkar orðin 5. ára ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða
bestu kveðjur úr sveitinni
Pesi og co


Blásið á kertin


Amma að setja á vídó

Verið að "lækna Arndísi"

Gengið í Hilmars herbergi
Posted by Picasa

Saturday, January 10, 2009

Pesi eignast stúdíóljós



Jæja lesendur góðir skilst hjá konu minni að þetta sé met þar sem þetta er önnur færslan í dag.
sannkallað kraftaverk þar sem yfirleitt líða mánuðir á milli!
anýway ég var að eignast stúdíóljós og mig langaði til að deila með ykkur afrakstrinum af fyrstu töku

mbk
pesi og co









Posted by Picasa

Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir það gamla. Nú erum við komin aftur á Norðurlandið og byrjuð að vinna. Jólin voru mjög góð, slökun og meiri slökun. Svo skelltum við okkur í borgina yfir áramótin. Það var voða ljúft, svona fyrir utan ælupestina sem bróðurpartur fjölskyldunnar náði sér í. Gamlárskvöld var mjög skrýtið. Hilmar Þór hafði gist hjá ömmu sinni og afa og við ætluðum svo að skella okkur þangað í kvöldmat og eyða áramótunum með þeim. Þegar við vorum nýlögð af stað ældi Arndís Inga í bílinn og við snérum við. Niðurstaðan varð því sú að ég og Arndís Inga eyddum áramótunum með Báru og tengdafjölskyldu hennar en Árni Pétur og Hilmar Þór skelltu sér á Hlíðarveginn og eyddu áramótunum með mömmu og pabba:) Laust eftir miðnætti, þegar Árni Pétur var á leið yfir til okkar, hringdi mamma og sagði að Hilmar Þór væri byrjaður að æla.....við skelltum okkur því yfir og sóttum hann.....já þetta voru semsagt ,,stuðáramót".
Ég náði mér svo í pestina 2. janúar og vá hvað ég var búin að gleyma hve ógeðsleg ælupest er! Nú held ég bara í vonina að það líði a.m.k. 15 ár þar til ég fæ hana næst!
Nú er annars snjókoma og kuldi hér á Norðurlandinu. Nú er búin að fenna svo fyrir gluggana hjá okkur að ég sé ekki út um einn einasta glugga. Það er því bara ljúft að það sé laugardagur og engin þörf á því að fara út.
Annars stefnum við nú á að skella okkur í matarklúbb í Grímshús í kvöld. Það verður án efa ljúft, að borða góðan mat í góðum félagsskap getur ekki klikkað.
Ég hlakka óskaplega til næstu helgar því þá ætlum við Elsa Lára og Jóhanna Más. að skella okkur á Akureyri:) Erum búnar að panta okkur Kennaraíbúð og ætlum að hafa það gott, spjalla, borða og kannski að versla smá:) Æi það verður ljúft!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag.....aldrei að vita hvenær ég manna mig upp í að henda einhverju hér inn næst:)
kv. Helga

Wednesday, December 24, 2008

Nokkrar myndir fyrir þá sem eru fjær

Fjölskyldan fallega
Jólabörnin góðu
Enginn er jólasnjórinn en við fáum bara glitský í staðin (myndir teknar 24. des)

Bestu kveðjur og gleðileg jól
Fjölskyldan Nesi
Posted by Picasa