Saturday, May 27, 2006

Enn ein helgin

Sælt veri fólkið og afsakið letina, það er barasta svoooo mikið að gera í blessaðri vinnunni að maður veit varla hvað maður heitir!
Annars er aðalspurning dagsins þessi: ,,Hvað í ósköpunum á ég að kjósa???" Þeir sem geta svarað þessu (á innan við 30 mín. því ég ætla að fara að drífa mig á kjörstað) mega ákveða það fyrir mig. Annars hefur ýmislegt gengið á í kosningabaráttunni. Nonno bauð mér um daginn humar fyrir að kjósa sjálfstæðisflokkinn og ég færði það í tal á kennarastofunni í fyrradag. Þá bauð Erna (sem er í framboði fyrir samfylkinguna) mér rjómaköku. Þetta var sem sagt allt sagt og gert í gríni. Í gær fékk ég svo furðulegustu símhringingu sem ég hef fengið um ævina. Það var sem sagt Framsóknarmaður sem hringdi og spurði mig hvort það væri rétt að ég hefði farið út í Best-Fisk og ætlað að kaupa mér humar en þeir hefðu boðið mér hann án endurgjalds gegn því að ég kysi ákveðinn flokk! Hann sagði að sú saga gengi um bæinn og hann vildi vita hvort hún væri sönn því þetta væri ólöglegt:) Þetta fannst mér frekar fyndið og hló mikið og hátt, svona er nú gott að búa í litlu samfélagi!
Annars er ég ekkert voðalega ánægð með mig þessa dagana. Helga duglega tók mjög virkan þátt í ruslatínslu með skólanum á miðvikudaginn sem leyddi til þess að ég er komin með grindargliðnun og get búist við því að finna fyrir henni út meðgönguna! Já vitið er ekki meira en Guð gaf það. Ég meina hvað gerir maður ef maður sér fullan skurð af rusli, jú að sjálfsögðu teygir maður sig í það og ef maður nær ekki alveg þá teygir maður sig AÐEINS LENGRA! Maður er alinn upp við að leggja sig fram í vinnu og vera duglegur, ég skrifa þetta því alfarið á foreldra mína. Skamm, skamm fyrir að temja mér þessa ósérhlífni!
Annars er ég núna á fullu í að undirbúa mig andlega fyrir Vestmannaeyjaferðalag með nemendur mína. Ég fer sem sagt í bítið á mánudagsmorgun og kem aftur á miðvikudagskvöldið. Þetta verður örugglega mikið fjör!
Síðan stefnum við á flutning norður um næstu helgi, þannig að Pési greyið mun hafa nóg að gera að pakka, því að sjálfsögðu má prinsessan ég ekki gera neitt!
Jæja ætla að fara að kjósa, kjósið nú rétt!
Kv. Helga

Sunday, May 21, 2006

Helgin að líða undir lok

Sælt veri fólkið. Við mæðginin vorum ein heima þessa helgi og erum búin að hafa það voðalega gott og rólegt. Við fórum í útskriftarveislu til Þóru Bjargar í gær og í dag er stefnan tekin á leiksýningu klukkan 16 sem við í foreldrafélagi leikskólanna stöndum fyrir (rosalega dugleg:) Hilmar Þór er búinn að vera rosalega góður við mig. Hann lenti nefnilega í því að reka sig í glerskál með poppi í gærkvöldi og hún splundraðist. Þegar ég var að tína upp brotin skar ég mig og hann var alveg miður sín. Hann hefur því verið óskaplega ljúfur og góður, sagðist meiri að segja elska mömmu sína og er alltaf að kyssa mig, ekki leiðinlegt.
Annars var ég að bóka ferð til Spánar í fimm daga um miðjan júní. Hilmar Þór verður hjá Ingu ömmu og Gunnari afa á meðan og þau eru strax farin að bíða. Ég horfði svo á hluta af myndinni French kiss í gærkvöldi og þá magnaðist upp flughræðslan í mér og það lá við að ég færi á netið og afbókaði. Ég stappaði þó í mig stálinu og fór og lagði mig hjá Hilmari og knúsaði hann alveg í klessu, alveg er þetta með ólíkindum hvað tilihugsunin um að fara frá honum getur verið erfið! Það sem maður gat hneikslast á þessu mömmum hér áður fyrr sem vorkenndu sér og börnunum sínum við smá aðskilnað og svo er maður ekkert betri sjálfur. Svona er maður nú bara og lítið við því að gera.
Annars er lítið annað að frétta. Síðasta kennsluvikan að hefjast og nóg að gera að fara yfir próf og klára námsmatið. Við förum svo til Vestmannaeyja með bekkina í þarnæstu viku og svo skólaslit. Þetta líður ekkert smá hratt, púff... svo þurfum við bara að fara að pakka og ganga frá hérna. Furðulegt hvað tíminn líður alltaf hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist. Við Björk vorum einmitt að ræða um það áðan að aðalölrunareinkennið væri þegar maður upplifði það hversu stutt væri í raun á milli jóla. Þegar maður var barn fannst manni allt of langt á milli jólanna en núna finnst manni þau nýbúin þegar næstu skella á! Við verðum orðnar háaldraðar áður en við vitum af:(
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór svo hann verði sprækur á leiksýningunni.
Hafið það gott og munið að kvitta.
Kv. Helga

Tuesday, May 16, 2006

Ingólfshöfði

Mér datt nú bara í hug að leyfa ykkur að njóta fallegu myndanna minna úr Ingólfshöfða frá síðustu helgi. Það var rosalega gaman þarna eru hlutirnir gerðir uppá gamlamátan sigið eftir eggjum og ekki notuð spil, heldur stokkur og mannafl við að draga.
þangað til næst
k. Arni P






 Posted by Picasa

Sunday, May 14, 2006

Sveitaferð:)


Hilmar Þór og Bára frænka að tyggja strá

Hilmar Þór voðalega góður við lambið

Svo fengum við okkur gönguferð

Sælt veri fólkið. Nú er alveg hreint frábær helgi að klárast og um að gera að deila henni með ykkur. Við fórum sem sagt út í Öræfi um helgina í sveitaleik. Hilmar Þór tók virkan þátt í sauðburðinum ásamt Adda frænda, Gunnari afa, Ingu ömmu og Báru frænku. Mamman og Stebbi sáu hins vegar um eldamennskuna og þurftum við að hafa okkur öll við því ekki vildum við vera eftirbátar Unnar frænku, sem fór í húsmæðraorlof þessa helgina. Það voru því hlaðin borð alla helgi og sem betur fer þá held ég að allir hafi farið heim saddir og sælir.
Pési, Sammi, Bjarni frændi og tengdafaðir hans skelltu sér svo í Ingólfshöfðann í eggjatínslu og komu klifjaðir heim. Eini gallinn við sá ferð skilst mér að hafi verið kræsingarnar sem þeir höfðu innbyrt áður en þeir fóru sem ollu því að þeir fengu ekki að síga, voru víst í þyngri kantinum skilst mér! Þeir fengu því að halda í reipið og hífa hina upp, það verða víst einhverjir að vera á spottanum:)
Það er alveg með ólíkindum hvað maður verður endurnærður á því að skella sér í sveitasæluna. Hilmar Þór hafði þvílíkt gaman af þessu öllu saman. Hann hitti Svanberg Adda stóra frænda og hermdi eftir öllu sem hann sagði og gerði. Svo fannst honum líka ósköp gaman að hitta allt frændfólkið sitt. Inga amma stjanaði við hann og svo hjálpaði hann Gunnari afi að halda lífi í voðalega veiku lambi með því að gefa því mjólk að drekka.
Nú hefst hins vegar ný vinnuvika, próf og Öræfaferð með nemendurna. Það verður því nóg að gera. Hafið það gott.
Kv. Helga og co. Posted by Picasa

Saturday, May 06, 2006

Aðeins að rifja upp góðar stundir í Barcelona


Mátti til með að lauma einni mynd úr Barcelonaferðinni, bara svona aðeins til að hressa okkur við og minna okkur á góðu stundirnar:) Er ég ein um það að spyrja mig hvað í ósköpunum maður er að spá í að búa hér á þessum kalda, dimma klaka þegar ég skoða myndir frá útlöndum? Hvert ætli að hitastigið sé í Barcelona núna? Ég held að það sé alveg ljóst að maður verður að fara út að minnsta kosti tvisvar á ári!
Læt þetta duga fyrir svefninn, vonandi dreymir mig sól og sumar:)
kv. Helga Posted by Picasa

Thursday, May 04, 2006

Fleiri myndir af næstu fótboltastjörnu Íslands



Já okkur finnst nú kommentin frá frænkunum eitthvað vera farin að láta bíða eftir sér. En þegar þú kemur inn Ester mín skal égbarasta segja þér það að ég er hætt að reyna að k0mmenta á þína síðu því þessi asnalega staðfesting sem maður þarf að skrifa til að geta komið skilaboðum til þín virkar ekki fyrir tölvusnilling eins og mig. Ég hef ekki tölu á því hve mörg komment hafa farið í vaskinn hjá mér, nú síðast tvö í dag. Þú skalt því annað hvort gjöra svo vel og taka þetta út eða ég hætti að reyna meir! (ég bið aðra lesendur innilegrar afsökunar á því að þurfa að setja þessi skammaryrði hér inn en einhversstaðar verð ég að setja þau)
Annars uppgötvuðum við nýja sérvisku í syni okkar í kvöld. Eins og kom fram í hinu bloggi dagsins þá hefur hann verið veikur heima og ótrúlega vælinn og lítill mömmustrákur. Seinnipartinn fór hann svo allt í einu að ganga á táberginu og heimta að við tækjum hann, minntist eitthvað á orma og fleira sem við áttuðum okkur engan veginn á. Við vorum orðin ansi óttasleginn, vissum ekki hvað væri eiginlega að koma fyrir hann. Við komumst síðan að því að hann lét bara svona á stofugólfinu. Ástæðan var sem sagt þessi fíni parketdúkur! Hann er alsettur mjóum röndum (eins og aðrir parketdúkar) og var Hilmar þess fullviss um að hann væri þakinn ormum sem hann vildi alls ekki stíga á:) Svei mér þá ef hann er ekki að verða líkari föðurættinni með hverjum deginum sem líður!
Hafið það gott og passið ykkur á ormunum
Kv. Helga
Það er rétt að ég bæti því við hér að ég hef alvarlegar áhyggjur af geðheilsu sonar okkur hann er eins og áður kom fram farinn að láta alveg eins og jack Nicolson í kvkmyndinni "As good as it gets" sum sé hagar sér alveg eins og hann sé orðinn "syngjandi geðveikur" svona geta börn orðið ef þau eyða of miklum tíma með mæðrum sínum, og fá ekki að umgangast heilbrigð kallasport (eins og mótorhjól) nógu mikið. það er sem sé óhollt að láta dekstra á sér rassgatið um of. Þar sem þær systur Helga og Bára voru einar með barnið alla síðustu helgi þá kenni ég þeim alfarið um hvernig komið er fyrir eymingja Hilmar og vona bara að ég geti snúið þessu til betri vegar.
þangað til næst Árni PPosted by Picasa

Hilmar Þór fótboltahetja



Mamman má nú til með að setja inn eina fótoltamynd af stráknum á meðan mótorhjólasjúki faðirinn er í vinnunni. Ég verð bara að taka afleiðingunum á eftir:)
Annars er Hilmar Þór veikur í dag og við mæðginin því heima að hafa það gott (nú og auðvitað líka að þvo þvott, þurrka af og halda íbúðinni í horfinu). Það er greinilega ekki auðvelt starf að vera heima, oh nei!
Helgin var alveg frábær hjá okkur. Bára kíkti í heimsókn og við mældum göturnar, borðuðum sælgæti og spjölluðum, rosa fínt! Hilmar tók vel á móti henni á flugvellinum, hljóp til hennar og viðurkenndi það opinberlega að hún væri sko BEST. Ekki minnkuðu vinsældirnar þegar heim var komið og hún gaf honum pakka. Það er greinilega erfitt að keppa um vinsældir við Báru! Svo stefnum við á að kíkja í Öræfin um þarnæstu helgi og hitta stórfjölskylduna. Ætli að Hilmar líti ekki líka aðeins í fjárhúsin og kíki á lömbin. Við vonum bara að litla hjartað hans stækki næstu vikuna svo hann verði ekki hræddur við þau. Mér dauðbrá nefnilega í gær þegar hann staðnæmdist fyrir framan lítinn poll við leikskólann og upphóf mikinn grátur. Þegar betur var að gáð komst ég að því að þessa gífurlegi ótti stafaði að nokkrum ormagreyjum sem voru í pollinum! Litla hetjan okkar:)
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að leika við soninn. Hafið það gott.
Kv. Helga og co. Posted by Picasa