Monday, February 19, 2007

Nes framk þrælahald

nú er ekki bara þrælahald í nesi heldur líka barnaþrælkun;)


Hilmar þór málari



Össi þræll fékk að svitna!


Baðherbergið orðið flísalagt


Hilmar þór þræll ... vinna drengur vinna... Posted by Picasa

Nes framk




 Posted by Picasa

sleðaferð "sett inn fyrir Völla"

Skrapp aðeins á sleða í Kinnarfjöllin í gær bara snilld, nægur snjór bara ef manni tekst að komast upp. Þetta var gert á konudaginn Helgu minni til mikillar ánægju..;)

mbk ánri p og co



Séð yfir í fnjóskadal


bara gaman


Grímur á ferð og flugi

Posted by Picasa
Séð niður í Aðaldal og húsavík

Sunday, February 11, 2007

Dettifoss og framkvæmdir

Það er að venju búið að vera brjálað að gera! tengdó eru í heimsókn að hjálpa okkur og erum við Gunnar að verða búinir að flísaleggja baðherbegið, það er sum sé búið að gerast þvílíkt mikið síðustu daga þar sem hemmi var að hjálpa mér í heila viku(fór sl. föstudag). og á hann þvílíkar þakkir skilið þar sem við náðum að leggja bæði neysluvatn og ofnakerfið í húsið! Ég væri ennþá að klóra mér við fyrsta ofn ef hann hefði ekki komið. Ofan á þetta allt þá er ég búin að skreppa 2x í Dettifoss túr fyrir Ragga í Selinu síðustu viku í þvílíku veðri að ég varð bara að deila með ykkur nokkrum myndum. Annars gengur allt sinn vana gang nema hvað það eru búnar að vera slíkar stór tarnir í Húsinu að maður er að verða hálf leiður og fer að koma að smá fríi, t.d. þá gat valla heitið að ég tæki tappa úr flösku á þorrablóti þar sem ég ætlaði að fara að vinna í Nesi daginn eftir!!! það er náttlega ekki í lagi!. Annars er Össi kominn norður og ætlar að hjálpa mér í nokkra daga í vikunni svo vonandi halda bara stóru tökin áfram og styttist enn meir í innflutining.im out! pesi og famely.


Frostrósir við Dettifoss


Dettifoss


Gljúfrið neðan við Dettifoss (sjáið regnbogan)


Hafrafoss Posted by Picasa

dettifoss. myndir


hilmar með húfuna hans Völla Þ

dettifoss


frostrós við dettifoss


Ísmyndanir í fossinum Posted by Picasa

Wednesday, February 07, 2007

Afmæli


Afmælisgestirnir að gæða sér á kökunni

Svona fer grýluleikurinn ógurlegi fram, amma leikur grýluna sem reynir að ná sér í krakkakjöt að borða. Þetta er uppáhaldsleikurinn hjá Hilmari Þór þessa dagana og endaði með því að allir afmælisgestirnir tóku orðið þátt.

Hilmar Þór fékk þessa fínu búninga í afmælisgjöf og voru þau frændsystkin dugleg í hlutverkaleikjunum um helgina

Þokkalegur spiderman! Posted by Picasa

Afmælismyndir


Afmælisdrengurinn vildi kókópuffs í morgunmat og auðvitað fékk hann það:)

Svona lítur Arndís Inga út þessa dagana, farin að halda á dótinu og troða því í munninn.

Hilmar Þór afmælisbarn að blása á kertin.

Arndís Inga afmælisgestur, alltaf jafn sæt og fín:) Posted by Picasa

stadan í Nesi


Hemmi duglegur með vatnslagnirnar, vanur maður hér á ferð:)

Þvílík snilld að hafa svona þræl, hann er líka svo glaður!

Kolli múrarameistari að gera allt klárt á baðherberginu fyrir flísalagnir þegar pabbi kemur í heimsókn.

Svo var ráðist í tiltekt í kjallaranum!

Það hefur verið meira en nóg að gera undanfarið. Hemmi kom og aðstoðaði Pésa við vatnslagnirnar (enda nýbúinn að græja ofnakerfið hjá sér og því í góðri þjálfun). Pésa fannst hann að vísu fullnákvæmur í þessu öllu saman, reiknaði fram og til baka hvernig þetta átti allt að vera, ekki er það nú alveg okkar stíll:)
Í lok dagsins brutu þeir svo vegginn á milli litlu herbergjanna og úr varð eitt mjög stórt og gott herbergi. Ég held að við eigum eftir að vera ánægð með að hafa drifið í þessu því eitt er víst að við hefðum aldrei haft okkur í það seinna!
Mamma og pabbi koma svo annað kvöld og pabbi ætlar að flísaleggja baðherbergið fyrir okkur.
Jæja læt þetta duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga (hin mjög svo þolinmóða:) Posted by Picasa

Sunday, February 04, 2007

þreyttur sunnudagur í sveitinni

Heil og sæl öllsömu, já ég segi öllsömul því ég tók eftir því að ég á ansi marga bloggvini:) Takk kærlega fyrir kommentin elskurnar mínar!
Af okkur er annars allt gott að frétta. Hilmar Þór orðinn þriggja ára og er strax farinn að hlakka til næsta afmælisdags, að vísu finnst mér hann full óþolinmóður því hann vill fá aðra afmælisveislu strax og skilur það engan veginn að hann þurfi að bíða í dálítið lengi (hef ekki lagt í að útskýra fyrir honum hve lengi eitt ár er að líða:)
Andrea Ósk frænka hans heimsótti hann um helgina og þau voru voða góð að leika sér. Svo skelltum við fullorðna fólkið á þorrablót í gærkvöldi og Hafrún og Guðrún Kristín (dætur Kolla smiðsins okkar) komu og pössuðu. Hilmar Þór og Andrea Ósk höfðu mjög gaman að því og léku þau sér heilmikið við þær. Arndís Inga var nú ekki alveg jafnglöð og öskraði heil ósköp á greyið stelpurnar. Ég kom svo heim um tíu leytið og gaf henni og hún sofnaði. Við Edda skelltum okkur svo heim að loknum skemmtiatriðunum um ellefuleytið og komum börnunum í háttinn. Við sátum svo og spjölluðum langt fram á nótt þannig að dagurinn í dag hefur einkennst af mikilli leti og syfju.
Ég hef verið föst á þunglyndisstiginu undanfarið og finnst endalaust langt þar til framkvæmdum verður lokið í Nesi:( Ég stakk upp á því við Pésa í gær að við tækjum okkur svert lán og redduðum okkur vænum slatta af iðnaðarmönnum til að ljúka við verkið en það féll í grýttan jarðveg. Við reynum því að þrauka og endilega ef þið vitið um þolinmæðispillur látið mig þá vita, þær eru vel þegnar á þessari stundu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Þangað til næst HAFIÐ ÞAÐ GOTT!
kv. Helga