Sunday, February 11, 2007

Dettifoss og framkvæmdir

Það er að venju búið að vera brjálað að gera! tengdó eru í heimsókn að hjálpa okkur og erum við Gunnar að verða búinir að flísaleggja baðherbegið, það er sum sé búið að gerast þvílíkt mikið síðustu daga þar sem hemmi var að hjálpa mér í heila viku(fór sl. föstudag). og á hann þvílíkar þakkir skilið þar sem við náðum að leggja bæði neysluvatn og ofnakerfið í húsið! Ég væri ennþá að klóra mér við fyrsta ofn ef hann hefði ekki komið. Ofan á þetta allt þá er ég búin að skreppa 2x í Dettifoss túr fyrir Ragga í Selinu síðustu viku í þvílíku veðri að ég varð bara að deila með ykkur nokkrum myndum. Annars gengur allt sinn vana gang nema hvað það eru búnar að vera slíkar stór tarnir í Húsinu að maður er að verða hálf leiður og fer að koma að smá fríi, t.d. þá gat valla heitið að ég tæki tappa úr flösku á þorrablóti þar sem ég ætlaði að fara að vinna í Nesi daginn eftir!!! það er náttlega ekki í lagi!. Annars er Össi kominn norður og ætlar að hjálpa mér í nokkra daga í vikunni svo vonandi halda bara stóru tökin áfram og styttist enn meir í innflutining.im out! pesi og famely.


Frostrósir við Dettifoss


Dettifoss


Gljúfrið neðan við Dettifoss (sjáið regnbogan)


Hafrafoss Posted by Picasa

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Pési þú verður að gera eitthvað í þessu spami! Geðveikar myndir annars.. og ég get vel trúað því að þú sért að verða nett geðveikur á þessum framkvæmdum, ég var að verða biluð bara af að mála eitt herbergi á 2 dögum! Allavega, hafið það gott, og verðum í bandi.

ester

9:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Reyndu endilega að kenna Össa að vinna heima :) Ég á alveg nokkur verkefni hér handa honum þegar hann kemur aftur. Nr. 1 Skella uppþvottavél inn í eldhús nr. 2 Setja upp ljós í stofunni, nr. 3 kíkja á loftnet uppi á þaki. Á ég að halda áfram að telja upp,tihi :)

11:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fallegar myndir Pési.
Það er satt sem þú segir-þú stendur þig bara betur á næsta blóti og drekkur bara meira þá:)

3:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

... já, ég sé til þess.

12:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Pési... þetta er bannað!!!!!!!! Völli er búinn að væla hástöfum síðan hann sá þessar myndir og bölva sólinni í sand og ösku. Ég skil ekkert... sakna einskis og uni sátt við mitt en um leið og ég hafði látið þau orð út úr mér starði hann á mig tárvotum augum og sagði ákveðnum rómi: ,,Þú hefur heldur aldrei farið í alvöru fjallaferð með okkur strákunum."
Það dæmist því á ykkur að koma í eitt stykku fjallaferð næst þegar við komum þannig að við getum bæði vælt eins og vesalingar þegar svona myndir birtast...
Þóra
p.s. sástu fiskinn sem ég veiddi!!!!

7:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ester.. það er oft mjög erfitt að komast inn á bloggið þitt!!!!
Þóra

7:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

HÆ hæ
Nú er svo langt síðan nýtt hefur komið inn á síðuna. Er einhver ritstífla í gangi??? kv. Bára

3:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nú set ég hnefann í borðið... Blogg strax eða þið hafið verra af!!! og myndir helst líka.. eru ekki komnar nýjar myndir af framkvæmdum?

Þóra: já það er búið að vera eitthvað skrýtið síðustu daga, en ég held að það sé í lagi núna.

ester

3:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

humm það hefur verið ákveðið að það komi aldrei nýtt blogg fyrr en allavega 10 ath eru komnar. Annars líður manni bara eins og maður sé einn að öskra útí eyðumörinni

5:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Áfram áfram,blogga blogga :)

10:44 AM  

Post a Comment

<< Home