Wednesday, February 07, 2007

stadan í Nesi


Hemmi duglegur með vatnslagnirnar, vanur maður hér á ferð:)

Þvílík snilld að hafa svona þræl, hann er líka svo glaður!

Kolli múrarameistari að gera allt klárt á baðherberginu fyrir flísalagnir þegar pabbi kemur í heimsókn.

Svo var ráðist í tiltekt í kjallaranum!

Það hefur verið meira en nóg að gera undanfarið. Hemmi kom og aðstoðaði Pésa við vatnslagnirnar (enda nýbúinn að græja ofnakerfið hjá sér og því í góðri þjálfun). Pésa fannst hann að vísu fullnákvæmur í þessu öllu saman, reiknaði fram og til baka hvernig þetta átti allt að vera, ekki er það nú alveg okkar stíll:)
Í lok dagsins brutu þeir svo vegginn á milli litlu herbergjanna og úr varð eitt mjög stórt og gott herbergi. Ég held að við eigum eftir að vera ánægð með að hafa drifið í þessu því eitt er víst að við hefðum aldrei haft okkur í það seinna!
Mamma og pabbi koma svo annað kvöld og pabbi ætlar að flísaleggja baðherbergið fyrir okkur.
Jæja læt þetta duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga (hin mjög svo þolinmóða:) Posted by Picasa

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

haha hemmi er hafður bara einsog og ingjaldsfíflið í bandi útí nesi ...

2:45 PM  

Post a Comment

<< Home