Sunday, January 07, 2007

Jólin búin og hversdagsleikinn tekur við

Sælt veri fólkið. Jæja þá er jólunum formlega lokið og mál til komið að fara að tína niður jólaskrautið. Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst þetta alltaf frekar leiðinlegt verk. Ég get ekki að því gert en það þyngist alltaf dálítið á manni brúnin þegar jólaljósunum fækkar og ég fæ alltaf hálfgerðan saknaðarhnút í magann þegar jólaskrautið fer ofan í kassana. En það þýðir víst ekkert að vola, svona er víst gangur lífsins og maður verður bara að hugsa það þannig að það verður svo gaman að setja skrautið upp aftur fyrir næstu jól:) Ekki spillir nú fyrir að hugsa það þannig að þá mun ég setja upp nýtt skraut í nýju húsi:)
Annars áttum við frábæra kvöldstund í Grímshúsum í gærkvöldi. Elduðum frábæran mat og spjölluðum fram eftir kvöldi. Við skiptum með okkur verkum, við Pési sáum um forréttinn og buðum við að sjálfsögðu upp á hornfirskan humar. Ingibjörg og Grímur elduðu aðallréttinn; gómsætan hamborgarahrygg með öllu tilheyrandi og Marinó og Svana (að vísu átti Marinó engan heiður af því:) sáu um eftirréttinn sem líktist meira hlaðborði því þau létu sér ekki nægja einn rétt heldur buðu bæði upp á mjög girnilegt tiramisú og ís, ávexti og heita sósu. Það var því nokkuð ljóst að enginn fór svangur að sofa (enda ekki ástæða til:)
Karlmennirnir brugðu sér svo á barkvöld í Ýdölum en konurnar og börnin fóru að sofa um miðnætti. Hilmar Þór vaknaði þó galvaskur um 9:30 og borðaði graut fyrir alla ættingja sína. Núna bíðum við svo bara eftir því að hinir fjölskyldumeðlimirnir opni augun og hjálpi okkur í að taka niður jólaskrautið. Svo er stefnan tekin á blak á Húsavík um fjögur leytið ef færð og veður leyfir.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Hafið það gott og gangi ykkur vel í jólafráganginum. Kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jólin eru komin ofan í kassa hjá mér. Mér finnst nú alltaf frekar leiðinlegt að taka þetta niður en að sama skapi líka gott þegar þetta er farið og lífið fer í hefðbundnar skorður á ný. kv. Bára

1:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

púúúúú jólin eru búin, búhúhú !!!

3:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já mér finnst alltaf leiðinlegt að pakka jólunum niður. Sakna þeirra alltaf en eins og þú Helga mín þá hlakka ég til að setja upp jólaskraut í nýja húsinu á næstu jólum. Ég ætla að vera komin þangað inn í desember, ég ætla, get og skal :) En við erum komin á endanlega niðurstöðu með eldhúsið og það var Signý hjá Ikea sem hannaði það ásamt mér :)
Knús og kossar og er eitthvað búið að ákveða með vinkonuhitting hjá þér á árinu eða var það ekki stefnan?
Elsa Lára

10:16 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Eins og þú segir þá er þetta bara svona með jólin-þau koma aftur og þá finnst mér þetta í lagi:)

5:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er ekkert að flýta mér að taka jólaskrautið niður,hugsa samt að ég ráðist á tréð í dag. Seríurnar fá að loga eitthvað lengur,allavega fram að næstu helgi :)

11:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jólaskrautið er ennþá uppi hjá okkur því við erum svo nýkomin heim og erum ennþá að reyna að rétta okkur af. Erum sem sagt haldin dægurvillu eftir dvölina í Santa Barbara. Svanberg Addi svaf núna fyrstu nóttina eftir að við komum heim. Annars höfum við skiptst á að vaka með honum. Er að kenna vélritun núna. Ekki hætta að blogga þó þú fáir ekki athugasemdir, því ekki er alltaf tími til að setja þær inn þó maður lesi bloggið af áhuga.
Kveðjur Margrét G.

1:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ, ég hélt nú að við værum búin að taka allt jólaskrautið niður...en ég var líka ekkert búin að fara út í nokkra daga..vegna veikinda Rínar, þannig að það er sennilega hús á Höfðveginum í fullum ljóma ennþá..Æj..tek það niður með hækkandi sól....vona svo að þið hafið það gott í sveitinni..nú er farið að snjóa á okkur...surprise
Kveðja Jóhanna Húsavík

2:07 PM  

Post a Comment

<< Home