Thursday, January 04, 2007

fallegt í sveitinni

jæja núna loksins er veðurfar þannig að maður fer að komast í síðbúið jólaskap:)
það er ákaflega fallegt í sveitinni en aftur á móti allt fullt af skít, ryki og viðbjóði í Nesi, en nú stendur yfir það sem hlýtur að vera leiðinlegasti partur framkvæmdanna. Það er sem sagt verið að brjóta múr fyrir raflögnum, vatnslögnum og frárennsli. en allt er þetta nú á leiðinni í rétta átt.
kv árni P og co

Ester afmælisbarn með Arndísi


Morgunsólin í morgun


Pesi að brjóta!


svo er alveg svona tuglskynsbjart og fallegt í sveitinni og stafalogn! Posted by Picasa

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kvitt, kvitt...

Kv. Ingunn

9:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur vel í framkvæmdum. Það verður gaman að koma til ykkar og sjá hvað allt verður flott.
Kveðja, Elsa Lára.

10:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fallegar myndir úr sveitinni góðu. Sendi afmæliskveðjur til Esterar :) Gangi ykkur áfram vel í framkvæmdunum.

10:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

kvitti kvitt -
Imba

12:24 AM  
Anonymous Anonymous said...

góðan daginn

best að stíga fram á nýju ári...hef lennt hingað inn annað slagið og drukkið í mig fréttirnar úr sveitinni góðu:)

bestu kveðjur til ykkar allra með þökk fyrir allt liðið:)

kveðjur frá Akureyri
Dísa, Davíð og Arnar Helgi

8:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ!
Alltaf gaman að sjá nýjar myndir.
En hvernig gengur að taka mynd af systkinunum svo ég geti sett nýja á desktopið mitt.

10:58 AM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir góð komment, alltaf gaman að sjá þegar bloggvinunum fjölgar:)
Verð að vísu að koma því að að ég missti af morgunsólinni því ég og börnin vöknum aldrei fyrr en sólin er komin hærra á loft. Pési er morgunhaninn á þessu heimili þessa dagana, fer upp við fyrsta hanagal til að láta til sín taka í framkvæmdunum. Annars eru dagarnir misjafnir, í dag var ég bjartsýn á að komast einhverntímann inn í húsið en í dag fallast mér hendur! Það er alla vega alveg víst að það eru MÖRG handtök eftir, en ég hef nú alltaf verið þekkt fyrir mikla þolinmæði og kippi mér ekkert upp við þetta:)
kær kveðja Helga þolinmóða

4:54 PM  
Blogger hilmartor said...

auðvitað ætlaði ég að segja í gær var ég bjartsýn

5:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Myndirnar sem þið senduð mér koma margar í einu á skjáinn þegar ég set þær á desktop. En þegar ég tek hér af síðunni kemur bara ein stór. Rosalega sætar myndir sem þið senduð mér í póstinum.
kv. Bára

6:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

maður verður að fara að drulla sér í sveitina. við hjónin fórum með Andreu Ósk í álfagöngu og 13. brennu í kvöld en hún jafnaðist nú ekki á við Árnesbrennurnar. kv. Hemmi

8:47 PM  

Post a Comment

<< Home