Monday, January 01, 2007

Nú árið er li-iðið í a-aldanna skaut og aldrei það kemur til baka....

Gleðilegt ár kæru bloggvinir og takk kærlega fyrir öll skemmtilegu kommentin á árinu sem var að kveðja, svo vonum við bara að árið 2007 verði jafn bloggvænt ár:) Ég mæli eindregið með því að hóta því að hætta annað slagið því þá fær maður svo mörg skemmtileg komment sem fylla mann gleði og sýna manni hve maður á marga GÓÐA VINI!
Annars erum við búin að hafa það gott í sveitinni yfir hátíðirnar. Mamma, pabbi og Ingi Björn komu á milli jóla og nýárs og hafa verið þvílíkt dugleg í Nesi. Það liggur bara við að maður sé með samviskubit yfir þessu öllu saman. Alla vega ÞÚSUND ÞAKKIR:) Svo er stefnan tekin á að nýta Ester Ósk í barnapössun þar til hún fer suður í skólann því ég hef hugsað mér að grípa aðeins í pensilinn næstu daga. Það er því aldrei að vita nema við getum flutt inn einhvern tímann í náinni framtíð:)
Áramótunum eyddum við í faðmi stórfjölskyldunnar; Ása og Bensi komu og við elduðum hamborgarahrygg og rjúpur. Síðan var skellt sér á brennu en mamma og pabbi pössuðu Arndísi Ingu á meðan. Þegar nýja árið var gengið í garð skruppum við svo í Grímshús og sátum þar í góðu spjalli fram til fjögur. Það má því segja að við göngum full bjartsýni til móts við nýja árið. Hafið það gott og njótið síðusta hátíðardagsins:)
kv. Helga

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár öll sömul. Kveðja Þórhalla og co

5:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda. Hafið það sem allra best og sjáumst hress að nýja árinu. Hlakka til að sjá fleiri myndir.
Knús, Elsa Lára.

6:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár Helga mín til þín og fjölskyldunnar.Gulla og Brói

10:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár :) Stefni á að reyna að senda Össa norður í janúar-febrúar í viku og koma svo og hitta þá um helgi á Ak. eða Mývó. Ef það heppnast þá koma þeir vafalaust í heimsókn :)

12:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

GLeðilegt ár vinkona og takk fyrir spjallið áðan, gott og gaman að heyra í þér.
Ég heyri svo í þér þegar ég er komin heim i minn heiðardal. Svanfríður

2:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna!
Kveðja, Ingunn

6:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Good for people to know.

5:07 AM  

Post a Comment

<< Home