jólafréttir
Komið þið sæl og blessuð og gleðilega jólarest! Héðan er allt gott að frétta, jólin hafa farið um okkur ljúfum höndum og hefur okkur tekist að sporðrenna nokkrum kílóum af konfekti, smákökum og öðru kruðeríi. Pabbi kom í gær og hefur verið óstöðvandi úti í Nesi síðan, fullur af orku eftir sex vikna veikindafrí:) Við Pési höfum nú svolitlar áhyggjur af honum, finnst hann fara fullgeist af stað en hann hlustar ekkert á okkur og djöflast áfram. Hann og Pési hafa verið að leggja hitalagnir í gólfið og svo á að leggja í gólfið á morgun. Við Arndís Inga skruppum svo seinni partinn inn á Akureyri og sóttum mömmu og Inga Björn. Ingi Björn ætlar svo að hjálpa þeim við að leggja í gólfið á morgun. Stefnan er svo tekin á almenna afslöppun þegar því er lokið og e.t.v. að sprikla smá í fótbolta í Ýdölum.
Hilmar Þór vefur ömmu sinni um fingur sér, ég byrjaði að lesa fyrir hann fyrir svefninn og bauð honum góða nótt. Eftir nokkrar mínútur kom hann svo fram og sagðist engan veginn ná að sofna. Ég benti honum á að hann yrði að loka augunum og hvíla sig og með það stakk hann sér aftur inn í herbergi en kom út nokkrum sekúndum seinna og sagðist barasta ekki vera þreyttur. Þá bauðst amma til að lesa fyrir hann og hentist hann þá inn í rúm, sæll og glaður enda búinn að fá það sem hann vildi. Nú bíð ég bara eftir því að amma hans klári lesturinn svo ég geti farið með Arndísi inn í rúm. Já blessaðar ömmurnar eru góðar:)
Á morgun er stefnan svo tekin á ógurlegt jólaball með börnin og nýt ég liðsinnis mömmu við það. Þá er bara að bíða og sjá hvort hann rekist á jólasveinana og lesi þeim pistilinn, og aumingja grýla ef hún lætur sjá sig því hann hefur verið mjög upptekinn í grýluleik síðan hann sá hana síðast á jólaballi leikskólans og í honum er henni sko aldeilis ekki vandaðar kveðjurnar.
Hafið það gott. Kv. Helga
Hilmar Þór vefur ömmu sinni um fingur sér, ég byrjaði að lesa fyrir hann fyrir svefninn og bauð honum góða nótt. Eftir nokkrar mínútur kom hann svo fram og sagðist engan veginn ná að sofna. Ég benti honum á að hann yrði að loka augunum og hvíla sig og með það stakk hann sér aftur inn í herbergi en kom út nokkrum sekúndum seinna og sagðist barasta ekki vera þreyttur. Þá bauðst amma til að lesa fyrir hann og hentist hann þá inn í rúm, sæll og glaður enda búinn að fá það sem hann vildi. Nú bíð ég bara eftir því að amma hans klári lesturinn svo ég geti farið með Arndísi inn í rúm. Já blessaðar ömmurnar eru góðar:)
Á morgun er stefnan svo tekin á ógurlegt jólaball með börnin og nýt ég liðsinnis mömmu við það. Þá er bara að bíða og sjá hvort hann rekist á jólasveinana og lesi þeim pistilinn, og aumingja grýla ef hún lætur sjá sig því hann hefur verið mjög upptekinn í grýluleik síðan hann sá hana síðast á jólaballi leikskólans og í honum er henni sko aldeilis ekki vandaðar kveðjurnar.
Hafið það gott. Kv. Helga
0 Comments:
Post a Comment
<< Home