Fréttir úr sveitinni
Haldið þið ekki að jólasveinninn hafi litið hér við í nótt og gefið Hilmari Þór DVD disk! Við vorum öll voðalega spennt og gekk litla manninum ekki mjög vel að sofna þegar hann hafði styllt spariskónum sínum í gluggann. Hann var hins vegar mjög glaður í morgun og nú bíð ég eftir því að hann komi heim af leikskólanum en þá á hann að fá að horfa á myndina:)
Annars hóf ég formlega þátttöku í endurbótunum í gær þegar við mæðgurnar skelltum okkur út í Nes og mér tókst að mála nokkra glugga á meðan hún svaf í vagninum sínum. Nú klæjar mig bara í puttana að halda áfram!
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að fara yfir myndir því við ætlum að senda Möggu og Stebba með geisladisk til Ameríku í framköllun, það hafa því rifjast upp margar góðar minningarnar:)
Mér heyrðist á mömmu í gær að þau ætli að kíkja til okkar á milli jóla og nýárs og hjálpa okkur í húsinu. Ég á því síður von á því að við skellum okkur í borgina fyrr en í janúar.
Nú þarf ég því bara heldur betur að spýta í lófana, bretta upp ermarnar og halda áfram að baka:)
Hilmar Þór hefur heldur betur verið liðtækur í bakstrinum og býst ég fastlega við því að hann verði bakari í framtíðinni, að vísu heldur hann því stöðugt fram að hann ætli að verða múrari eins og Gunnar afi og Ingi frændi. Ætli að hann sinni þá ekki bara bakstrinum í frístundum:)
Við skelltum okkur á tónleika með Eivöru Pálsdóttur í Þorgeirskirkju síðasta laugardag og hún var FRÁBÆR! Það er alveg með ólíkindum hvað hún er góð, mæli eindregið með henni! Ása passaði og það gekk mjög vel, ég verð nú að viðurkenna það að ég var frekar stressuð því ég hef aldrei farið svona lengi burtu frá Arndísi áður. Auðvitað voru það óþarfa áhyggjur í mér því það gekk eins og í sögu.
Ætli að ég verði ekki að fara að snúa mér að heimilisstörfunum, taka úr uppþvottavélinni, ganga frá þvotti.... o.s.frv. maður er jú orðin ,,vísitölufjölskylduhúsmóðir" og því nóg að gera.
Gangi ykkur vel í jólaundirbúningnum. Kv. Helga
Annars hóf ég formlega þátttöku í endurbótunum í gær þegar við mæðgurnar skelltum okkur út í Nes og mér tókst að mála nokkra glugga á meðan hún svaf í vagninum sínum. Nú klæjar mig bara í puttana að halda áfram!
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að fara yfir myndir því við ætlum að senda Möggu og Stebba með geisladisk til Ameríku í framköllun, það hafa því rifjast upp margar góðar minningarnar:)
Mér heyrðist á mömmu í gær að þau ætli að kíkja til okkar á milli jóla og nýárs og hjálpa okkur í húsinu. Ég á því síður von á því að við skellum okkur í borgina fyrr en í janúar.
Nú þarf ég því bara heldur betur að spýta í lófana, bretta upp ermarnar og halda áfram að baka:)
Hilmar Þór hefur heldur betur verið liðtækur í bakstrinum og býst ég fastlega við því að hann verði bakari í framtíðinni, að vísu heldur hann því stöðugt fram að hann ætli að verða múrari eins og Gunnar afi og Ingi frændi. Ætli að hann sinni þá ekki bara bakstrinum í frístundum:)
Við skelltum okkur á tónleika með Eivöru Pálsdóttur í Þorgeirskirkju síðasta laugardag og hún var FRÁBÆR! Það er alveg með ólíkindum hvað hún er góð, mæli eindregið með henni! Ása passaði og það gekk mjög vel, ég verð nú að viðurkenna það að ég var frekar stressuð því ég hef aldrei farið svona lengi burtu frá Arndísi áður. Auðvitað voru það óþarfa áhyggjur í mér því það gekk eins og í sögu.
Ætli að ég verði ekki að fara að snúa mér að heimilisstörfunum, taka úr uppþvottavélinni, ganga frá þvotti.... o.s.frv. maður er jú orðin ,,vísitölufjölskylduhúsmóðir" og því nóg að gera.
Gangi ykkur vel í jólaundirbúningnum. Kv. Helga
7 Comments:
Vá bara alltaf verið að blogga, það líkar mér. Alltaf gaman að kíkja inn þegar komið er eitthvað nýtt.
Gaman að lesa eins og alltaf. Bjalla á þig í vikunni en ef ég hef ekki tíma í það þá um helgina eða strax eftir hana. Hlakka til þess að heyra í þér
Knús og kossar héðan. Elsa Lára.
Merkilegt hvað litla prinsessan líkist föður sínum....
Alltaf nóg að gera hjá ykkur eins og hjá flestum á þessum tíma:-) Ég er búin að skreyta hjá mér þannig að nú er bara að klára jólagjafirnar og þá mega jólin koma...
Gaman að fylgjast með ykkur og sjá myndir af dúllunum ykkar. Gangi ykkur vel með húsið og... baksturinn:-)
Hafið það gott, Eva Björk
Andsk... að þið verðið ekki í bænum á milli jóla og nýárs, var farin að hlakka svo til að sjá litlu frænku. En það verður víst að bíða aðeins. Jólakveðja frá Lúx,
Jóa spóa
Nú er ég viss um að allt fer á fullt í Nesi,fyrst Helga er komin með puttana í endurbætur :) Össi tuðar eitthvað um það þessa dagana,að þó hann sé duglegur að setja saman dót og hengja upp þá lengist bara verkefnalistinn :) En það er nú bara desember og svona er sá mánuður ;)
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Vala
Post a Comment
<< Home