Sunday, December 03, 2006

jólin nálgast og jólasveinarnir láta sjá sig

Detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Haldið þið ekki að ,,alltmúligmaðurinn" Árni Pétur hafi látið gabba sig í hlutverk jólasveinsins í gær. Staðan var sú að það forfallaðist einn sveinki í jólabaðsuppákomu í jarðböðunum í Mývatnssveig og hver er fyrsti maðurinn sem leitað er til, nú auðvitað Árni Pétur sem kann ekki að segja nei. Marinó var ekki leiður þegar hann frétti þetta og hló svo undirtók í fjöllunum:)
Annars snýst allt um jólasveina á þessu heimili í augnablikinu. Við fórum nefnilega með Hilmar Þór á Húsavík á föstudaginn þar sem verið var að kveikja á jólatréi bæjarins og sveinkarnir létu sjá sig. Askasleikir gaf sig á tal við Hilmar Þór og þá var ekki aftur snúið, nú talar hann ekki um annað en þessa frábæru karla sem ætla að fara að gefa honum í skóinn:) Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum!
Svo fórum við mæðginin í aðventumessu í dag og þegar heyrðist í barni gráta á neðri hæðinni sagði hann hátt og snjallt að jesúbarnið væri niðri:) Æ hvað þessi börn geta verið frábær!
Feðgarnir tóku sig til og eru að myndast við að baka smákökur frammi í eldhúsi. Það er nú ekki til frásögu færandi nema að þegar ég leit fram á aðan sá ég Pésa hella vænum slurk af vodka út í deigið og segist hann ekki vilja fara eftir einhverjum uppskriftum! Ætli að við verðum ekki bara rallhálf alla aðventuna?? Ætli að ég verði ekki að láta þetta duga í bili því mér finnst líklegt að Hilmar Þór sé kominn á kaf ofan í hrærivélaskálina og verð að stoppa það!
Hafið það gott. Kv. Helga

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábær Hilmar Þór, hann er algjör snillingur.

12:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ, alltaf jafn gaman að skoða síðuna ykkar. Get varla beðið eftir því að hitta ykkur aftur við tækifæri. Knúsaðu molana þína frá mér.

En heimilisfangið er

Tindaflöt 12
300 Akranes

12:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gott að eiga svona mann í öll verk,minn maður dugar BARA í vinnunni........ Leti dauðans hrjáir hann flesta daga þegar hann skilar sér dauðuppgefinn heim.... Já jólasveinarnir eru sko skemmtilegir,í desember sprettur EÖ upp á morgnanna um leið,því von er á einum bita af súkkulaði úr dagatalinu ;)

2:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ hvað hann Hilmar Þór er frábær. Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Vonandi sjáumst við næst þegar þið komið suður.
Kveðja Vala

9:09 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

vodka vodka, seven up og sítróna....

1:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

tíhíhí má ég koma í aðventukaffi???Þá vil ég fá svona vodkakökur með.......

4:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ekkert smá kunnuglegir jólasveinar í Blaðinu í dag ;) Fáið þið það blað,eða á að senda ykkur myndina??

12:23 PM  
Blogger hilmartor said...

Hvaða blað Malla? Við fáum Fréttablaðið. Þarf að skoða það vel.
Kv. Helga

12:29 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta blað heitir Blaðið, ekki það sama og fréttablaðið. Ég klippi þetta út og lauma með í jólakortið, ekkert mál ;)

6:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hva.... stefnir Abbitinn á heimsfrægð sem jólasveinn.. veit allavega að frændi hans í suðurhöfum samþykkir án efa vodkaslurkinn i deigið.
Þóra og Völli

6:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Dúllufjölskylda, ok...next time þá hittumst við og vonandi fékkstu sms ið fá mér elsku Helga. Knús og kossar, María

4:14 PM  

Post a Comment

<< Home