Sunday, November 12, 2006

Lífð í sveitinni

Komið þið sæl öllsömul. Sveitalífið gengur sinn vanagang. Arndís Inga dafnar vel og er voðalega prúð og góð stúlka, eftir að hún fékk nafn vitum við varla af henni. Hún hlýtur því að vera ansi sátt við nafngiftina:)
Framkvæmdirnar ganga orðið vel, einungis eftir að klæða hálfa hlið og bróðurpartinn af gluggunum og þá getum við hafist handa innandyra. Að vísu er spáð leiðinlegu veðri þessa vikuna þannig að ég veit ekki alveg hvernig þeim mun ganga að ljúka útiverkunum. Svo tökum við stefnuna á stórborgina til að versla innréttingar og pústa smá áður en inniverkin hefjast:)
Hilmar Þór hefur verið ansi lítill í sér undanfarið og veltum við því fyrir okkur hvort afbrýðisemi geti lýst sér þannig. Hvað segið þið um það?
Við höfum því reynt að vera mjög dugleg að sinna honum, fara með hann út í snjóinn og leika við hann svo honum finnist hann ekki vera útundan. Vonandi lagast þetta.
Ég fer með Arndísi Ingu í 6 vikna skoðun á morgun og hlakka mikið til að sjá hversu löng hún er orðin. Okkur finnst hún hafa stækkað svo mikið og því verður gaman að sjá hvað kemur út úr skoðuninni.
Það átti að skoða á henni mjaðmirnar síðasta fimmtudag en það var hringt í okkur þegar við vorum á leiðinni út úr dyrunum og okkur tjáð að röntgenlæknirinn gæti ekki hitt hana fyrr en á miðvikudaginn. Við ákváðum þó að skella okkur í kaupstaðinn og fórum á Mýrina. Mér fannst hún bara ansi góð. Ég fann líka hvað það léttist á manni brúnin við það að komast aðeins af torfunni, verð að viðurkenna það að það er ekki auðvelt að vera úti í sveit og komast lítið sem ekkert út úr húsi sökum snjóa og óveðurs:( Ekki batnaði það nú þegar ég asnaðist til að skoða myndir úr vorblíðunni á Höfn þar sem fjallahringurinn skartaði sínu fegursta, ohhh hvað ég fékk mikla heimþrá!!! Ég sé mest eftir því að hafa ekki látið prenta mynd af dýrðinni og klæða húsið okkar að utan með henni (aldrei að vita nema ég skelli einni slíkri á stofuvegginn:)
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið, endilega kommentið eitthvað á þessi skrif mín því fátt gleður mitt litla hjarta meira!
kv. Helga

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ef þið komið suður, látið mig endilega vita. Er komin með nýtt númer. Flutt til ömmu en ég hringi síðan fljótlega og heyri í þér Helga mín. Hefur ekki verið tími til neins nema að vinna og flytja undanfarið :)

10:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!
Ekki gleyma því Helga mín hvað norðan rokið getur verið kalt á Höfn (hrollur. Hlakka til að fá ykkur í heimsókn í höfuðborgina. Ég verða að fá að passa hana Arndísi Ingu, presturinn las mér nú svo reglurnar sem guðmóður að ég verð að reyna að standast þær kröfur. Ég skal alveg passa Hilmar líka. Annars verð ég að fara að kaupa mér stórt hús svo að þið getið gist hjá okkur þegar þið komið. kv. Bára

11:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það eru fallegar skírnarmyndirnar af ykkur Helga.
Það er um að gera að reyna að komast stundum í burtu, annars fer hugurinn e-ð niðurá við. Við vorum einmitt að koma úr Chicago og hef ég ekki farið þangað síðan í sumar og mikið var gott að komast þangað..aðallega að komast í burtu og gera e-ð annað en þetta vanalega.
Skreyttu bara húsið eins og þú vilt það..alltaf gaman að vera aðeins öðruvísi:)

1:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með nafnið á litlu prinsessuna - það er mjög fallegt :-) Falleg nöfn á fallegum börnum ;-) Gaman að sjá myndir af ykkur öllum.

Gangi ykkur sem best í húsbreytingunum öllum og við komum nú til að sjá börnin (og ykkur) í eigin persónu ef við komum norður um jólin. Bestu kveðjur - Þórey frænka, sjóarinn síkáti og vargurinn.

11:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með nafnið!

Helga, svo er allt hægt að líma filmur í stofugluggann með allri dýrðinni frá Höfn ... haha! Mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd ;)

Kv, andrea

4:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ hæ..varð hugsað til þín í óveðrinu þessa dagana..þó sérstaklega í dag..hef það frá mömmu að það er bongó á kongó!
við erum líka innilokuð ef svo má segja...bæði börnin eru með hita ..æjæj.
Hilmar verður fljótur að jafna sig ef að afbrýðisemi er í gangi..þetta er líka stór breyting fyrir hann, blessaðan kallinn...
þau dafna greinilega vel fallegu börnin ykkar..
við kíkjum við fyrsta...hugsa til þín í ófærðinni..
kveðja jóhanna og lasarusar tveir

5:21 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir góðar kveðjur. Maður fær nú hálfgert samviskubit að kvarta undan heimþrá þegar maður veit af þér, Svanfríður mín, í allt öðru landi og meiri að segja í annarri heimsálfu!
Jákvæðni er það sem koma skal:)
kv. Helga

10:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ það er auðvitað möguleiki að filma hornafjörð í stofuna en það er auðvitað enn betra bara að skella sér þangað !!!!! En hann Hilmar töffari verður fljótur að hrista þetta af sér því nú stittist í reglulegar jólasveinaheimsóknir og fleira spennandi svo er sniðugt að gera eitthvað bara með honum eins og þið hafið verið að gera. Endilega látið ykkur líða vel. Kveðja Þórhalla

10:53 AM  

Post a Comment

<< Home