Thursday, October 26, 2006

Staðan í sveitinni í dag

Komið þið sæl, ætli að það sé ekki kominn tími á annað blogg. Að vísu er mjög lítið í fréttum þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að skrifa. Dagarnir í sveitinni eru allir mjög líkir. Pési fer yfir í Nes um 8:30 og kemur heim rétt fyrir kvöldmat. Hann er með einn mann með sér og mér skilst á þeim að þessi blessaða steniklæðning sé mjög seinunnin, ætli að það sé ekki raunhæft að stefna að flutningum fyrir jólin 2009?? Nei, nei ætli að það þýði nokkuð að vera svona svartsýnn. Það fer ósköp vel um okkur hér í Árnesi þannig að okkur liggur ekkert á (hver tók fram fyrir hendurnar á mér núna og skrifaði þessa vitleysu?? auðvitað liggur okkur á og mig langaði helst að flytja inn í gær:)
Hilmar Þór er voðalega góður stóri bróðir, fer mjúkum höndum um systur sína, klappar henni á kinnina og segir ástin mín við hana svona u.þ.b. 20 sinnum á dag.
Sú litla var vigtuð í gær, orðin 4600 grömm og er farin að fá fellingar. Hún dafnar því vel og erum við afskaplega þakklát fyrir það.
Við stefndum að því að skíra fyrstu helgina í nóv. en Pési var að komast að því að þá er löng innilota í skólanum þannig að ég býst við því að við frestum því um eina helgi. Að vísu langar mig helst að skíra hana núna um helgina í staðinn en þar sem mamma og pabbi eru í sólinni í Barcelona finnst okkur við ekki geta annað en beðið eftir þeim. Hún verður því bara kölluð prinsessa aðeins lengur (enda fer það nafn henni svo vel:)
Eitt í lokin. Okkur langar mjög að fara að fá gesti, allir velkomnir í sveitasæluna (aldrei að vita nema þið sleppið við að vera færð í vinnugallann:)
kv. Helga

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mig langar líka alveg rosalega til ykkar. Sé samt ekki fram á að komast fyrr en eftir flutninga. Kem örugglega fljótlega á nýju ári. Þarf þá bara að koma fljúgandi með grislingana mína. Er búin að vinna snemma á föstudögum. Þurfum að finna tíma.
En ég kem pottþétt einhvern daginn í vetur.

5:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

OHHH hvað það væri gaman að koma til ykkar. Það er aldrei að vita nema maður pakki börnum og manni og bruni til ykkar.
Hafið það gott kveðja Vala

11:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einmitt það sem ég er búin að bíða eftir, yfirlýsingu á bloggheimnum um að ég þurfi ekki að fara í vinnugallann ef ég kem í heimsókn. Best að fara að drífa sig til ykkar. kv. Bára

11:26 PM  
Blogger hilmartor said...

Bára þú sleppur náttúrulega ekki, þú ert of náskyld mér. Ég var meira að tala um ,,óskylda" vini okkar:)

10:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Við værum rosalega til í að komast en við erum bara svo bissí í sólbaði að við hreinlega komumst ekki.... en mikið væri gaman að komast....
Kiss og knús,
Þóra og Völli
p.s. prinsessa er nú bara nokkuð gott nafn...

3:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

ooooooooohhhhhhhhh ég hélt að þetta ætti við um mig líka. En jæja ég sem ætlaði að koma í heimsókn í dag. Ég kem þá bara síðar.

11:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér og Imbu datt í hug að stefna bara á allsherjar vinkonu og saumó ferð apríl/maí:) Leggja land undir fót og kíkja í sveitó sæluna til þín....Er þetta ekki bara frábær hugmynd? En hlakka til að hitta ykkur

11:57 PM  
Blogger hilmartor said...

Signý: Mér líst mjög vel á þessa hugmynd ykkar, er ekki fulllangt að bíða þar til í apríl?? Þið getið bara komið tvisvar:)
Nei, nei þið ráðið því. Veiðihúsið verður í notkun í maí en bara einhvern tímann fyrir þann tíma er fínt.
Kv. Helga

1:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mér líst ljómandi á hugmyndina hjá Signý og Imbu. Bara kannski aðeins fyrr :) Bestu kveðjur, Elsa Lára

4:22 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég held enn í vonina að við litla fjölskyldan komumst til ykkar áður en við fljúgum út aftur í byrjun janúar en það verður allt að koma í ljós því við erum bíllaus og það er allt of dýrt að fljúga...en hver veit?

3:02 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku HELGA TIL HAMINGJU MEÐ LITLU STELPUNA.ÉG SÉ AÐ ALLT HEFUR GENGIÐ VEL HJÁ ÞÉR.ÉG SVARA SVONA SEINT AF ÞVÍ ÉG HEF EKKERT KOMIST INNÁ NETIÐ .ÉG ÓSKA YKKUR BARA TIL HAMINGU OG VONANDI HEIRUMST VIÐ FLJÓTLEGA.
KVEÐJA THELMA.

5:04 PM  

Post a Comment

<< Home