Friday, October 06, 2006

Smá fréttir úr sveitinni

Sælt veri fólkið og enn og aftur þúsund þakkir fyrir allar kveðjurnar:)
Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta. Sú litla dafnar vel og líf hennar snýst í aðalatriðum um að drekka og sofa. Að vísu fékk hún smá í magann í gær og má líklega rekja það til vínberja sem ég borðaði óvart í fyrrakvöld, þau verða því ekki á matseðlinum á næstunni!
Greyið stelpan klæðist aðallega bláu þessa dagana en það stendur til að laga bót á því á laugardaginn því þá fær hún troðfullan stóran kassa af fötum af Andreu Ósk. Við erum alltaf að fatta það betur og betur hvað við vorum í rauninni praktísk að koma með stelpu því Andrea á svoooo mikið af fötum að við þurfum örugglega ALDREI að kaupa föt á hana:) þannig að Hemmi ef þú lest þetta haltu bara áfram að kaupa föt í Ameríkunni....koma svo!
Annars erum við mæðgurnar bara einar heima núna. Pési og Hilmar Þór fóru inn á Akureyri að sækja mömmu og pabba. Pabbi ætlar að stoppa fram á sunnudag en mamma ætlar að vera hjá okkur fram á fimmtudag í næstu viku. Pési ákvað því að nota ferðina og sækja klæðninguna í Byko og hann og pabbi ætla að byrja eitthvað að stússa í því um helgina.
Við böðuðum prinsessuna í fyrsta skipti í gær og kunni hún vægast sagt MJÖG vel við það, heyrðist ekki í henni allan tímann, við setjum inn myndir af því fljótlega.
Hilmar Þór er alltaf voðalega duglegur og góður við hana. Hann sagði nú samt um daginn: ,,Ég er ástin ykkar" bara svona rétt til að minna okkur á það:) Við reynum því að vera dugleg að sinna honum, pabbi hans býður honum reglulega á mótorhjólið og í gröfuna svo honum finnist hann ekki vanræktur!
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að sinna dótturinni. Hafið það gott. Kv. Helga

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ekki ónýtt að fá fötin hennar Andreu Óskar ;) Hún á smá af fötum tel ég,tihi.
Einar Örn var líka smá að passa þetta með að hann væri ljósið okkar,eins og ég segi svo oft við hann. Ég sagði honum þá að hann væri stóra ljósið mitt og KÖ litla ljósið mitt ;) Um daginn fór EÖ svo að tala um að KÖ væri orðinn svo stór að núna ætti ég tvö stór ljós,krúttið :)

1:00 PM  
Blogger hilmartor said...

æ hvað þessi börn geta verið frábær!

1:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Æ já þau eru yndisleg þessi börn. Alveg frábær :)
Knús og kossar héðan.

2:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Helga mín, ég held að þú þurfir nú ekkert að hvetja hann Hermóð Jón til frekari fatakaupa, en það er rétt hjá þér.. þið voruð mjög praktísk með þetta :)

Knúsaðu Hilmar og drottninguna.

ester og garðar

5:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Maður er bara gersamlega lens þegar að kemur að gjafakaupum handa ykkur. Þýðir víst lítið að gefa ykkur föt þannig að við hjónin erum að spá í að gefa bara Hilmari gjafakort í BYKO þannig að hann geti nú glatt foreldra sína með rausnarlegum framlögum til framkvæmdarmála heimilisins...
En húrra fyrir Hemma og Andreu og farið nú vel með fötin ef að skvísum í fjölskyldunn skyldi fjölga á næstu árum...
Kiss og knús,
Þóra og Völli

9:06 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Gott að þú þurfir ekki að standa í fatakaupum á skvísuna. Hér skilur fólk ekkert í því að ég sé ekki farin að kaupa þetta og hitt á ófædda barnið (hvernig ætlar þú að vera tilbúin þegar það kemur í heimin er spurning sem ég fæ oft) Einnig skilur það alls ekki að ég vilji ekki fá að vita hvort ég geng með....

2:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl og blessuð öllsömul. Við í Sólberginu stöndum nú í sláturgerð, rosalega dugleg :) Mikið rosalega held ég að Hilmar Þór sé nú stoltur af litlu systur, eða verður það allaveganna eftir nokkra mánuði. Svanberg biður kærlega að heilsa ykkur og hlakkar rosalega til að sjá litlu fræknu sína, hann er jú svo mikill stórifrændi í sér :)

Bestu kveðjur
Helena Marta

3:39 PM  
Blogger hilmartor said...

Já mér líst vel á gjafabréfið í Byko, á örugglega eftir að koma sér vel:)
Ameríka er svo spes Svanfríður mín, þessar kellur myndu örugglega fórna höndum ef þær hefðu séð hversu róleg ég var í undirbúningnum, vaggan var ekki sótt fyrr en um kvöldið þegar við vorum komin heim og hefur daman verið klædd í blátt síðan hún fæddist, það tímabil fer þó að taka enda. Þú getur því bara sagt þeim að Íslendingar séu svo rólegir í tíðinni:)
Hilmar Þór þakkar fyrir fatasendinguna frá Svanbergi Adda, ekki slæmt að eiga stóran frænda! Gangi ykkur vel í slátrinu:)
kv. Helga

8:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ. Var bara aðeins að kíkja. Gott að allt gengur vel.
Vorum í sundskólanum áðan ég og Þórdís Eva og Andrea og Edda eru með okkur í tíma. Bara gaman að hitta þær. Bestu kveðjur frá okkur í rigningunni á Akranesi, Elsa Lára og co.

1:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið ofboðslega er lillan mikið krútt og ekkert smá lík bróðir sínum:) gott að allt gengur vel og Helga þú ferð rétt bráðum að fá sendingu að austan:) Kveðja Signý

12:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!
Mikið var gaman að kaupa á litlu systkinin í útlöndum. kv. Bára

9:50 AM  

Post a Comment

<< Home