40 vikur og 6 dagar:)
Ó já hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ekkert að gerast! Ég fór í skoðun í dag og ljósmóðirin hreyfði við belgnum en mér sýnist það ekki duga til, þessi stubbur ætlar bara ekki að láta sjá sig. Við slökum því bara á í sveitinni á meðan, ég sef og hef það gott á meðan Edda, Pési og Hemmi eru sveitt að sinna húsverkum og börnum. Það má því segja að ég sé í slökun og dekri þessa dagana:)
Annars fékk ég nokkra gesti í heimsókn í gær. Ég skellti í nokkrar tertur og heita rétti og hafði ,,opið" hús. Það var ansi vel heppnað. Þar sem ég vissi ekki alveg hvort ég yrði heima tók ég þá ákvörðun að bjóða ekki til veislu heldur ákvað að hafa þetta á rólegu nótunum en eiga eitthvað smá með kaffinu ef einhver léti sjá sig. Það var barasta þónokkur straumur af fólki og þetta var bara nokkuð vel heppnað.
Veðrið var vægast sagt mjög gott, sól og logn þannig að við hjónaleysin enduðum á því að fá okkur góða gönguferð niður að á, barnlaus og allt þar sem Hemmi og Edda pössuðu Hilmar Þór á meðan. Mér fannst þetta alveg yndislegt en Pési var farinn að hafa orð á því að þetta væri nú orðið fulllöng ganga. Okkur ber nefnilega yfirleitt ekki saman um vegalengdir, þegar ég held að við höfum gengið 2 km. þá margfaldar hann það a.m.k.með fjórum. Næsta verk á dagskrá er því að fara á bílnum og mæla þetta og sjá hvort okkar hafi rétt fyrir sér:)
Annað er ekki að frétta héðan í bili. Hafið það gott. Kv. Helga og feimna bumbukrílið
Annars fékk ég nokkra gesti í heimsókn í gær. Ég skellti í nokkrar tertur og heita rétti og hafði ,,opið" hús. Það var ansi vel heppnað. Þar sem ég vissi ekki alveg hvort ég yrði heima tók ég þá ákvörðun að bjóða ekki til veislu heldur ákvað að hafa þetta á rólegu nótunum en eiga eitthvað smá með kaffinu ef einhver léti sjá sig. Það var barasta þónokkur straumur af fólki og þetta var bara nokkuð vel heppnað.
Veðrið var vægast sagt mjög gott, sól og logn þannig að við hjónaleysin enduðum á því að fá okkur góða gönguferð niður að á, barnlaus og allt þar sem Hemmi og Edda pössuðu Hilmar Þór á meðan. Mér fannst þetta alveg yndislegt en Pési var farinn að hafa orð á því að þetta væri nú orðið fulllöng ganga. Okkur ber nefnilega yfirleitt ekki saman um vegalengdir, þegar ég held að við höfum gengið 2 km. þá margfaldar hann það a.m.k.með fjórum. Næsta verk á dagskrá er því að fara á bílnum og mæla þetta og sjá hvort okkar hafi rétt fyrir sér:)
Annað er ekki að frétta héðan í bili. Hafið það gott. Kv. Helga og feimna bumbukrílið
4 Comments:
Humm,veit ekki hvernig þú túlkar að liggja í leti og dekri,en ég flokka ekki bakstur og opið hús undir það, tihi :)
Til hamingju með afmælið "um daginn" Helga mín. Ég tek nú undir með Möllu..... - en miðað við kraftinn í þér þá er þetta sennilega afslöppun ;-)
Bestu kveðjur - Þórey og strákarnir
Til hamingju með daginn um daginn ! Ég verð nú að segja að ég er sammála skrifunum hér fyrir ofan, þ.e. í tengslum við afslöppunina.
Vonandi fer krílið nú að skjótast í heiminn - það hljóta nú að vera einhver Helgu gen í því líka, ekki eingöngu afslöppunargen Pésa !
Stórt knús
Ella Dögg og co
Já þið segið það stelpur! Einhvernveginn verður maður að reyna að koma stubbnum út, hlaupa um og hreyfa sig, er það ekki líklegt til árangurs?
Post a Comment
<< Home