Gæsun afstaðin
Sælt veri fólkið. Ég var að koma heim frá Húsavík þar sem við vorum að gæsa hana Ingibjörgu. Þetta var hin ágætasta skemmtun, klæddum hana í rosalega fínan sundfatnað og froskalappir og þrammaði hún um göturnar við mikla kátínu okkar hinna, svo fórum við í heimahús og elduðum, sungum í Sing Star o.fl. Ég held að hún hafi bara haft nokkuð gaman af þessu:)
Annars er lítið að frétta héðan. Bumbubúinn lætur ekkert vita af sér, nema þá einna helst með vænum spörkum annað slagið og við erum hin rólegustu.
Pésa tókst að grafa í sundur kaldavatnslagnirnar og skólpið í Nesi í gær þannig að hans dagur fór í aðalatriðum í að koma því saman aftur. Hilmar Þór og Andrea Ósk léku sér saman í dag, enginn leikskóli til að gera honum lífið leitt svo hann var glaður og ánægður. Þau eru á fullu í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Hilmar Þór er pabbinn og Andrea mamman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim. Andrea strýkur á sér magann og segir að það sé lítið barn í bumbunni o.s.frv. sem betur fer eru þau ekki enn komin á þann aldur að vilja fá að vita hvernig börnin komast í magann. Ég lenti nefnilega í því í sumar að Svanberg Addi (sem er 4 ára) spurði mig hvernig barnið hefði komist í magann á mér og þá fannst mér afskaplega gott að geta sagt honum að spyrja foreldra sína:)
Annað held ég að sé ekki að frétta héðan. Endilega kommentið því það er svooooo gaman:)
kv. Helga
Annars er lítið að frétta héðan. Bumbubúinn lætur ekkert vita af sér, nema þá einna helst með vænum spörkum annað slagið og við erum hin rólegustu.
Pésa tókst að grafa í sundur kaldavatnslagnirnar og skólpið í Nesi í gær þannig að hans dagur fór í aðalatriðum í að koma því saman aftur. Hilmar Þór og Andrea Ósk léku sér saman í dag, enginn leikskóli til að gera honum lífið leitt svo hann var glaður og ánægður. Þau eru á fullu í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Hilmar Þór er pabbinn og Andrea mamman og það er mjög gaman að fylgjast með þeim. Andrea strýkur á sér magann og segir að það sé lítið barn í bumbunni o.s.frv. sem betur fer eru þau ekki enn komin á þann aldur að vilja fá að vita hvernig börnin komast í magann. Ég lenti nefnilega í því í sumar að Svanberg Addi (sem er 4 ára) spurði mig hvernig barnið hefði komist í magann á mér og þá fannst mér afskaplega gott að geta sagt honum að spyrja foreldra sína:)
Annað held ég að sé ekki að frétta héðan. Endilega kommentið því það er svooooo gaman:)
kv. Helga
5 Comments:
Þú ert bara fallegust Helga mín. Takk fyrir að setja myndir inn fyrir mig, nú get ég frekar séð þig fyrir mér. Góðar kveðjur, Svanfríður.
Þú lítur vel út Helga mín, þrátt fyrir að 30 ára aldurinn nálgist nú óðum, hehe :)
Gaman að skoða allar myndirnar og myndirnar af börnunum eru æðislegar.
Já það er líka alltaf gott að segja börnum að spyrja foreldra sína þegar ýmsar spurningar koma upp. Sem betur fer er sonur minn ekkert farin að spyrja um neitt sem ég á erfitt með að svara en sá dagur kemur nú líklega einhvern daginn. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef daman yrði fyrri til með óþægilegar spurningar :)
Knús og kossar frá mér og gangi þér vel Helga mín með það sem framundan er ef ég verð ekkert búin að heyra í þér. Kveðja, Elsa Lára.
hæ hæ!
Nú bíður maður bara spenntur eftir nýjum fjölskyldumeðlim. Skyldi þetta nú vera strákur eða stelpa??
Kveðja úr borginni. Bára
Takk fyrir góðar kveðjur. Það hlýtur að fara að styttast í að bumbubúinn ,,skjótist" út (maður er að reyna að sannfæra sjálfan sig í því að þetta verði ekkert mál og gangi hratt fyrir sig:)
Læt heyra í mér.
kv. Helga
Rosalega er gaman að sjá myndir af litlu frændsystkinunum. Voðalega stækka allir hratt :) Og gaman að sjá hvað þú ert með pena kúlu, Helga mín, hlakka mikið til að heyra fréttir af nýju frændsystkini. Skilaðu kveðju til allra heima.
Jóhanna og co í Lúx
Post a Comment
<< Home