Wednesday, September 06, 2006

Smá blogg

Komið þið sæl og blessuð. Héðan er afskaplega lítið að frétta annað en það að í þessum töluðum orðum fékk ég vægt spark í rifbeinin! Dagarnir hérna líða líkt og annars staðar og ég hóf formlegan undirbúning fyrir komu nýja barnsins í morgun þegar ég setti minnstu barnafötin í þvottavélina. Pési er á fullu í guideríi og teljum við niður klukkustundirnar þar til þeirri vitleysu lýkur! Okkur dauðlangar að fylgjast með Magna í kvöld en því miður getum við það ekki í sveitinni:(
Ætli að ég hafi þetta nokkuð lengra í bili, Edda er að reyna að leggja sig og Hilmar Þór vælir og skælir. Best að viðra okkur aðeins. Hafið það gott.
Kv. Helga

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þú ert alveg að standa þig með bloggið núna. Bið að heilsa öllum. Kv. Bára

5:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elska mikið hefði verið gaman að hafa ykkur í brúðkaupinu, ykkar var nú saknað þar. Farðu vel með þig.
Kveðja FRÚ Vala

11:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það munar ekki um blog-dugnaðinn hérna.
Annars er mest lítið að frétta af okkur Ingu ... bið bara að heilsa liðinu.
kv.
Bjarni

9:20 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Geturðu ekki horft á Supernova á netinu? Annars dreymdi mig þig í gærnótt..þú hafðir hringt í mig mjög undrandi og sagst vera ólétt. Þú hefðir farið til læknis vegna einhvers og hann tjáði þér að þú værir ófrísk og þú værir að fara eiga NÚNA þannig að þú fórst að rembast og stuttu síðar kom barn. Annars er bara allt gott héðan, kv. Svanfríður

2:12 PM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir öll kommentin, alltaf gott í einverunni í sveitinni að sjá að maður á vini! Annars fer að styttast í nýtt blogg:)og best að hætta að lofa myndum, þær koma einhverntímann, promise...

11:59 PM  

Post a Comment

<< Home