Langþráð frí í vændum
Komið þið sæl. Já það er rétt, Pési er að fara í frí!!!! LOKSINS, LOKSINS, segjum við Hilmar Þór. Þá er bara að skipuleggja hvað skuli gert. Nýjasta veðurspáin spáir besta veðrinu Sunnanlands en við erum kannski ekki alveg að nenna að keyra voðalega langt. Við þiggjum því góðar hugmyndir frá ykkur, kæru lesendur.
Kv. Helga
Kv. Helga
6 Comments:
Hvernig er þetta ætlar enginn að kommenta??? Eigum við enga vini???
USA baby-Chicago!!! Veðurspá góð og nóg pláss hér á Hilcrest rd og JÚ þið eigið vini-ég var bara að vinna og komst ekki í tölvu fyrr en núna, á óguðlegum tíma á sunnudagsmorgni!:)En gott að þið fáið að njóta ykkar 3 svona í lok sumars.
Reykjavík, ekki spurning
Akranes er það, er það ekki? híhí
Hægt að fara á Langasand (ströndina) í góða veðrinu sem er spáð næstu daga og grilla í skógræktinni eða koma bara í mat til mín. Alltaf velkomin hingað og það var gaman að sjá ykkur um daginn :)
+
Svanfríður: Mikið væri ég ROSALEGA til í að kíkja til þín en sökum stórrar bumbu og lítils tíma þá held ég, því miður, að sú ferð verði að bíða betri tíma:(
Bára: Borg óttans er ekki alveg að höfða til okkar núna, við vorum meira að spá í rólegheit og útilegufíling í stað stressins sem fylgir borgarlífinu
Elsa Lára: Ströndin og matarboð til þín hljómar alltaf vel. Ætli að við verðum samt ekki að fresta því einhvern tímann fram á veturinn. Nú höfum við tvöfalda ástæðu til að kíkja á Skagann þannig að líkurnar á að við birtumst einhvern daginn á tröppunum hjá þér hafa aukist til muna:)
Ég ætla að athuga með bústað í Víðidalnum á morgun, eigandinn segir að hann sé laus fram á föstudag en sagði að við yrðum að hafa samband við Kennarasambandið til að bóka hann. Ég ætla því að skoða það á morgun. Ef af því verður eruð þið að sjálfsögðu allar boðnar í heimsókn!
Kv. Helga
Já þið eruð sko alltaf velkomin hingað :) Það væri æði að fá ykkur hingað í heimsókn :) Hafðu það gott elsku Helga mín og farðu vel með þig.
Post a Comment
<< Home