Helgin að líða undir lok
Sælt veri fólkið. Við mæðginin vorum ein heima þessa helgi og erum búin að hafa það voðalega gott og rólegt. Við fórum í útskriftarveislu til Þóru Bjargar í gær og í dag er stefnan tekin á leiksýningu klukkan 16 sem við í foreldrafélagi leikskólanna stöndum fyrir (rosalega dugleg:) Hilmar Þór er búinn að vera rosalega góður við mig. Hann lenti nefnilega í því að reka sig í glerskál með poppi í gærkvöldi og hún splundraðist. Þegar ég var að tína upp brotin skar ég mig og hann var alveg miður sín. Hann hefur því verið óskaplega ljúfur og góður, sagðist meiri að segja elska mömmu sína og er alltaf að kyssa mig, ekki leiðinlegt.
Annars var ég að bóka ferð til Spánar í fimm daga um miðjan júní. Hilmar Þór verður hjá Ingu ömmu og Gunnari afa á meðan og þau eru strax farin að bíða. Ég horfði svo á hluta af myndinni French kiss í gærkvöldi og þá magnaðist upp flughræðslan í mér og það lá við að ég færi á netið og afbókaði. Ég stappaði þó í mig stálinu og fór og lagði mig hjá Hilmari og knúsaði hann alveg í klessu, alveg er þetta með ólíkindum hvað tilihugsunin um að fara frá honum getur verið erfið! Það sem maður gat hneikslast á þessu mömmum hér áður fyrr sem vorkenndu sér og börnunum sínum við smá aðskilnað og svo er maður ekkert betri sjálfur. Svona er maður nú bara og lítið við því að gera.
Annars er lítið annað að frétta. Síðasta kennsluvikan að hefjast og nóg að gera að fara yfir próf og klára námsmatið. Við förum svo til Vestmannaeyja með bekkina í þarnæstu viku og svo skólaslit. Þetta líður ekkert smá hratt, púff... svo þurfum við bara að fara að pakka og ganga frá hérna. Furðulegt hvað tíminn líður alltaf hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist. Við Björk vorum einmitt að ræða um það áðan að aðalölrunareinkennið væri þegar maður upplifði það hversu stutt væri í raun á milli jóla. Þegar maður var barn fannst manni allt of langt á milli jólanna en núna finnst manni þau nýbúin þegar næstu skella á! Við verðum orðnar háaldraðar áður en við vitum af:(
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór svo hann verði sprækur á leiksýningunni.
Hafið það gott og munið að kvitta.
Kv. Helga
Annars var ég að bóka ferð til Spánar í fimm daga um miðjan júní. Hilmar Þór verður hjá Ingu ömmu og Gunnari afa á meðan og þau eru strax farin að bíða. Ég horfði svo á hluta af myndinni French kiss í gærkvöldi og þá magnaðist upp flughræðslan í mér og það lá við að ég færi á netið og afbókaði. Ég stappaði þó í mig stálinu og fór og lagði mig hjá Hilmari og knúsaði hann alveg í klessu, alveg er þetta með ólíkindum hvað tilihugsunin um að fara frá honum getur verið erfið! Það sem maður gat hneikslast á þessu mömmum hér áður fyrr sem vorkenndu sér og börnunum sínum við smá aðskilnað og svo er maður ekkert betri sjálfur. Svona er maður nú bara og lítið við því að gera.
Annars er lítið annað að frétta. Síðasta kennsluvikan að hefjast og nóg að gera að fara yfir próf og klára námsmatið. Við förum svo til Vestmannaeyja með bekkina í þarnæstu viku og svo skólaslit. Þetta líður ekkert smá hratt, púff... svo þurfum við bara að fara að pakka og ganga frá hérna. Furðulegt hvað tíminn líður alltaf hraðar og hraðar eftir því sem maður eldist. Við Björk vorum einmitt að ræða um það áðan að aðalölrunareinkennið væri þegar maður upplifði það hversu stutt væri í raun á milli jóla. Þegar maður var barn fannst manni allt of langt á milli jólanna en núna finnst manni þau nýbúin þegar næstu skella á! Við verðum orðnar háaldraðar áður en við vitum af:(
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór svo hann verði sprækur á leiksýningunni.
Hafið það gott og munið að kvitta.
Kv. Helga
14 Comments:
Helga min! Vidukenndu tad bara thu ert ad verda gomul .... :) hehe! Hvenaer komid tid svo nordur? Vid sjaumst nu orugglega fljotlega og ekki gleyma ad kenna Hilmari hver se besta vinkona hans!!! Tad gekk nu ekki svo vel hja ter sidast kona god!
kv ur rigningunni i London
Andrea
úff sko mér finnst hræðilegasta öldrunarmerkið, þegar ég fer til læknis sem er yngri en ég :s og þegar ég afgreiði "börn" um áfengi sem ég var að passa hér í den....
Já við erum allar að verða dálítið ,,þroskaðar", það er víst bara af hinu góða er það ekki??
Andrea við komum örugglega ekki norður fyrr en í lok júní því ég og Pési erum búin að panta okkur ferð til útlanda um miðjan júní:) Ég er að vinna í því að gera Hilmar að besta vini þínum.
Róleg helgi liðin hjá mér líka. Var að passa Svanberg Adda í gær. Hvenær ætlar þú svo að sofa hjá Báru frænku Hilmar??? kv. Bára
Ég spurði Hilmar aftur að því hvort hann ætlaði að vera hjá ömmu og afa og Báru og Inga á meðan við skryppum í flugvélina. Honum leist ágætlega á það þegar ég sagðist myndi færa honum pakka þegar ég kæmi til baka. Vonum bara að það haldi áfram að vera þannig. Annars minnist hann reglulega á pakkann sem þú gafst honum um daginn Bára, telur þetta allt saman upp og biður sérstaklega um að fá að fara í bolinn sem þú gafst honum.
Gott hjá ykkur að skella ykkur í smá reisu áður en vertíðin hefst hjá ykkur fyrir norðan. Eins erfitt og það er nú alltaf að fara frá þessum krílum, þá er bara þeim mun skemmtilegra að koma aftur heim til þeirra.
Kveðja úr rigningunni í Lúx,
Jóhanna, Nonni og Matthildur hlaupabóla
Flott hjá ykkur að drífa ykkur til Spánar í smá afslöppun. Ég var nú að hugsa að það verður örugglega langt þar til við sjáumst næst. Kannski bara á skjólgarði?
.. við Garðar erum búin að ákveða að fá að ræna Hilmari í eitt síðdegi eða svo þegar hann kemur suður i pössun. Og ykkar var sárt saknað um helgina! P.s. hvernig hefur bumbukríli það?
Hæ hæ Helga og fjölskylda. Það var gaman að heyra í þér í gær Helga mín. Sjáumst svo um hvítasunnuhelgina. Gott hjá ykkur að fara í smá afslöppun til Spánar. Bestu kveðjur, Elsa Lára.
Það er aldrei að vita Ester mín nema mamma og pabbi leyfi þér að fá hann lánaðan í smá tíma, taktu eftir SMÁ því ég veit að þau verða ansi nísk á hann:)
Bumbukrílið hefur það gott, spriklar svona annað slagið en lætur annars fara afskaplega lítið fyrir sér. Mér sýnist það ætla að sverja sig í ættina með það að finnast sælgæti og kruðerí gott því ég á mjög erfitt með að standast freistingarnar núna, skil ekkert í þessu, þetta er svoooo ólíkt mér;)
Elsa: Mér skilst að það gæti e.t.v. farið svo að við munum flytja okkur þessa helgi en vonandi tekst okkur samt að hittast eitthvað.
Kv. Helga
Svanfríður: Já það er góð spurning hjá þér hvenær okkur tekst að hittast næst. Viljið þið ekki bara skella ykkur til Spánar í júní? Annars fer ég bráðum að flytja inn í MITT hús og þá eruð þið ávallt velkomin.
Vonandi sjáumst við um jólin. Mig langar voðalega mikið að bruna norður í desember, eina helgi eða svo og hitta alla þar. þá kannski fengi ég bara að gista hjá þér? Svona í alvöru...
Hvernig er það á ekkert að fara að blogga? Ég vil fá blogg og myndir og sætt mig ekki við minna!!! P.s. þið verðið að kíkja á biggster.tk, skemmtilegar myndir af ara hermóði þar..
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
Post a Comment
<< Home