Saturday, May 06, 2006

Aðeins að rifja upp góðar stundir í Barcelona


Mátti til með að lauma einni mynd úr Barcelonaferðinni, bara svona aðeins til að hressa okkur við og minna okkur á góðu stundirnar:) Er ég ein um það að spyrja mig hvað í ósköpunum maður er að spá í að búa hér á þessum kalda, dimma klaka þegar ég skoða myndir frá útlöndum? Hvert ætli að hitastigið sé í Barcelona núna? Ég held að það sé alveg ljóst að maður verður að fara út að minnsta kosti tvisvar á ári!
Læt þetta duga fyrir svefninn, vonandi dreymir mig sól og sumar:)
kv. Helga Posted by Picasa

12 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Helga þú tekur þig nú vel út. Hvað varstu búin að drekka mikið???? Ég er greinilega aftur á móti ekki búin að drekka neitt. ÞEtta er nú frekar stórt hvítvínsglas hjá þér......

1:55 AM  
Blogger hilmartor said...

svona getur maður verið mikil bytta!

11:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var æðislega gaman, lifi enn á minningum úr ferðinni. Hvenær skellum við vinkonurnar okkur saman aftur? Sakna ykkar svo. Knús, Elsa Lára.

12:31 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Þið eruð velkomnar í hitan hingað, bara að nefna það.

7:32 PM  
Blogger hilmartor said...

Svei mér þá Svanfríður mín nema við birtumst bara á tröppunum hjá þér einn daginn! Maður hefði sko alls ekkert á móti því.

9:47 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

ÉG verð líka að segja eitt í viðbót.Það er svo gaman að skoða þessa mynd því þið systur líkist, að mínu mati, algjörlega foreldrum ykkar. Bára er eins og Inga og þú eins og Gunnar. Gaman að þessu og ekki leiðum að líkjast.

6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

bíddu bíddu .. hvað er eiginlega að gerast? Er helga drukkin á þessari mynd? Neee fjandinn þetta hlýtur að vera pósa .. helga þú ert svo flippuð! Lifir á ystu nöf, það er klárt mál.
P.s. þú átt ennþá einn breezer inní ískápnum í árnesi síðan í hitteðfyrra.

11:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Helga .. ég er að koma herna spes ferð á síðuna bara tilsað segja þér að mig langar alveg geðveikislega í helgupizzu með svona hrásalati ofan á akkurat núna. Ég er alveg að deyja sko.. hvað á ég að gera ?

2:13 PM  
Blogger hilmartor said...

Talandi um pizzu, Ester mín, þar er einmitt ein slík í ofninum akkúrat núna. Þú ert velkomin að koma og fá þér!

6:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

jájá helga mín, ekkert mál, ég kem eftir smá ... *hrmpf*

1:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þar sem við búum er stutt til nokkurra landa, svo ég get alveg mælt með því að fara til "útlanda" allavega einu sinni í viku, þ.e. út fyrir landamæri Lúx. Telst það ekki með?? Það er bara verst hvað fjölskylda og vinir búa langt í burtu.
Bestu kveðjur frá Lúx, Jóa og co

3:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home