Thursday, March 30, 2006

Jeppaferð

Um síðustu helgi fórum við algera snilldar jeppaferð þar sem Kobbi káti (Marinó) brá sér í gerfi Haralds pólfara, Þorsteinn sæljón var hinsvegar tískulöggan í ferðinni og skartaði nýja björgunarsveita galla "Vopna"Við fengum fínnt veður á laugardeiginum en heldur leiðinlegt á sunnudeginum. Ester og Ari voru í harðri samkeppni um tiltilinn : fyllibytta ferðarinnar og vann Ester með naumindum þar sem hún náði því að vera þvoglumælt meðan við vorum að grilla !! Ari hinsvegar tók þetta af festu, þar sem hann er nú enginn tarna maður þá var hann bara svona "vel mildur " alla ferðina. Allt gekk að óskum engin stór bilerí hrjáðu leiðangursmenn, en leiðin sem við ókum var eftir farnandi. við fórum upp skálafelljökul, yfir jökulinn yfir að Goðahnjúkum, niður þar og yfir í Egilsel þar sem við gistum, skoðuðum Tröllakróka og ókum uppá kollumúla. Á sunnudeginum ókum við hinsvegar yfri þándarjölkul og niður í Geithellnadal..Ekki klikkuðu Sæljónið og Káti á því að búa sig vel út og voru margrétta matseðlar í gangi hjá þeim alla helgina, t.d. gæddu þeir sér á sviðum í aðalrétt, og hreindýrapaté í eftirrétt einn daginn... og svo var graðgað í sig súkkulaði viðstöðulaust á milli máltíða.. þannig að þeir félagar gerðu nú ekki endasleppt við sig þessa helgina.þangað til næst Árni P
Málsverður hjá Kobba káta og Sæljóninu


Hópurinn í Tröllakrókum


Ekið upp skálafellsjökul


Haraldur pólfari?? Posted by Picasa

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Einhvern vegin sé eg nú alveg hana systur þína alveg sauðdrukkna fyrir mér! Alveg henni líkt að taka þetta með trompi og vera orðin alveg blek áður en fjörið hefst! hehe....

kv úrausturríkinu, andrea

5:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Pési minn.. ,,Ari hinsvegar tók þetta af festu, þar sem hann er nú enginn tarna maður þá var hann bara svona "vel mildur " alla ferðina." vel mildur ??? VEL MILDUR ??? hann var sauðdrukkinn með dólgslæti og dónaskap við ókunnugt samferðafólk sitt og einhvernvegin kem ég út einsog fyllibyttan í þessari ferð !? Og ANDREA MÍN... eigum við eitthvað að fara að rifja það upp þegar þú ætlaðir nú aldeilis að koma og taka á því á djamminu í bænum og drapst svo uppí sófa fyrir 12 ?!??? HAHAHAHAHAAAA.....

12:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bawhahahah það er bara það Ester mín að Ari er svo reynslumikill í þessari deild, ég meina hann er ekki tarnamaður hann er túramaður!! hann hefur nú verið drukkin heilu og hálfu sumrin án þess að það renni nokkurtíman af honum heima í sveit.!! ég efast ekki um að hann drakk 5x það magn sem þú drakkst og, hann dó sennilega víndauða nokkrum sinnum í ferðinni, en það breytir ekki þeirri staðreind að hann var aldrei þvoglumæltur...

1:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, ég hef greinilega misst af svakalega miklu, var ekki einhver með videókameru til að taka Ester upp svona þvoglumælta???
Kveðja frá Lúx, Jóhanna

6:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

4:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home