Sunday, March 19, 2006

Frábært veður um helgina!

Það er búið að vera alveg geggjað veður hér um helgina, sökum veður þá hefur ekki farið mikið fyrir lærdómi, skattaskýrslu og öllu þessu sem skynsemin segir manni að maður eigi að vera að gera!! en við erum búin að rölta skarðið fra út að hjóla, ganga hlaupa, fara í sund, fara í matarboð og halda matarboð þessa helgi. Enda ekki hægt annað en að nota grillið aðeins þegar veðrið er eins og það hefur verið þessa helgina. Allt er nú hverfullt í þessum heimi, Ester systir er tildæmis farin að spila bingó í vinabæ með reglulegum hætti, Garðar héðins er farin að syngaja í karla kór, Össi er horfinn ( í orðsins fyllstu merkingu), Hemmi orðin flugmaður, ráðsettur með einbýlishús á Akranesi!, Hreiðar er orðin hámenntaður "Master", Siggi Gunn heldur vinnu þar sem einhver tekur hann í raun og veru alvarlega, Völli Snær er að fara að gifta sig, Ari hermóður ekur um á WW Polo, Ég starfa við kennslu og er farin að hreyfa mig!! hver hefið trúað þessu fyrir nokkrum árum?
Hver hefði trúað því að ég myndi einhvertíman þurfa að stíga á bremsuna í fjármálum heimilisins?? svo er það nú samt, við fórum á pottakynninu um helgina og nú vill mín heittelskaða fara strax og kaupa potta fyrir 400þús!!
Helga segir að við getum sleppt nýju eldhúsinnréttingunni í Nesi, því að það sé mun mikilvægara að elda hollt í ljótu eldhúsi heldur en að elda óhollt í fallegu eldhúsi!! hvernig svarar maður eiginlega svona röksemdafærsu??
En við kanski þurfum við ekki að kaupa alla pottana því maður fær viðbætur í settið fyrir að halda kynningar og ég heyrði í Marinó vini mínum sem varð strax æstur og áhugasamur um að komast á svona kynningu sem fyrst, og ekki fynnst mér líklegt að stóbóndinn í Grímshúsum geti nú látið svona tækifæri framhjá sér fara. Og það er nú alltaf nóg að lofa sækeranum Þorsteini Sæljóni ókeypis máltíð þá er hann nú mættur!! þar með eru komnir nógu margir á á eina kynningu og Helga mín fær ókeypis pott í settið;)
þangað til næst...
kveðjur Árni P og co..



Posted by Picasa

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

uuu....hvað veist þú um það hvort einhver taki mig í raun alvarlega. Sumir eru bara á staðnum, svona af gömlum vana

1:40 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já ég var búin að heyra þetta með pottana... brútalt! En já pési minn, þetta er hverful veröld. Og hvern hefði grunað að ég ætti eftir að sjá ljósmynd af þér og Garðari Héðins úti að hlaupa með börn og hund !?

10:30 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Röksemdarfærsla Helgu er POTTþétt:)Hahahaha...

10:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvern hefði grunað fyrir nokkrum árum síðan þú værir farinn að hreyfa þig reglulega og að útivist væri fastur hluti af stundaskránni?? Ætli þetta sé eitthvað í vatninu á Höfn??
Kveðja frá Lúx, Jóa spóa

8:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Var skít hrædd um að þið mynduð ekki blogga meira. En gott að hér er komið meira blogg. Gaman að kíkja inn og sjá ykkur. kv. Bára

10:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ester ... þetta er mynd af mér og Ingólfi ekki Garðari.!! Vatnið hérna er með ofskynjunar lyfjum þannig að maður gerir ótrúlegurstu hluti...:)

11:17 AM  

Post a Comment

<< Home