Sunday, February 26, 2006

Sunnudagurinn 26. febrúar
Sælt veri fólkið (vonandi eru einhverjir að kíkja á okkur)
Dagurinn í dag var óskaplega fagur, mikil sól og blíða (eins og vanalega) og við notuðum daginn vel. Við byrjuðum á því að bjóða Jóhönnu og strákunum og Möttu og Hjálmari í saltkjöt og baunir:) síðan fengum við okkur lúr sssss....... og skelltum okkur svo í bolluveislu til Jóhönnu og co. Því næst fengum við okkur hjólatúr um bæinn og keyptum okkur hamborgara á grillið. Það er því nokkuð ljóst að við grennumst ekki þessa helgina, enda engin ástæða til!
Hilmar Þór er að verða hinn mesti íþróttaálfur og tekur virkan þátt í teygjum og íþróttaæfingum með föður sínum, okkur finnst hann alveg frábær:)
Hann er orðinn voðalega kurteis, föður hans fannst hann að vísu heldur kurteis í morgun þegar hann bauð honum knús og Hilmar svaraði: ,,Nei takk" Við þurfum því að fara að kenna honum hvenær það er við hæfi að segja takk og hvenær ekki.
Jæja ætla að láta þetta duga í dag, munið svo að kvitta
Góða nótt og eigið góða vinnuviku
kv. Helga og co.

4 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Halló og mikið er gaman að við séum orðnir nágrannar á veraldarvefnum. Ég ætla að setja síðuna inn hjá mér ef það er í lagi og þá get ég kíkt hér inn í kaffi með einu klikki á hverjum degi og skoðað myndir og svona. Frábært. TIl hamingju með kútinn um daginn...spáið í því hvað þetta líður hratt! Góðar kveðjur héðan úr Cary, Svanfríður og co.

9:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl og blessuð kæra fjölskylda! Tími til kominn að láta heyra í sér og sjá nokkrar myndir af ykkur! Endilega verið dugleg svo maður geti fylgst með litla prinsinum og ég tala nú ekki um ykkur .... heheh

kveðja úr Ölpunum, Andrea

9:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að geta fylgst aðeins með fjölskyldunni, sýnist þið heldur betur dugleg að þvælast og hreyfa ykkur. Við verðum að fara að taka ykkur til fyrirmyndar.
Biðjum að heilsa á Klakann,
Lúx-gengið

11:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

hahahahaaa ... æjjji hilmar að teygja á. þessi mynd er nottla bara snilld.

Kv. ester

1:29 PM  

Post a Comment

<< Home