Monday, March 06, 2006

Norðurferð

Við fórum norður um síðustu helgi, Ég þurfti að fara í innilotu í skólanum og fer nú að styttast í þessu þar sem er bara ein innilota eftir. Við gerðum ýmislegt og þar á meðal þá fórum við feðgar á sleðamót á Húsavík. Ég var náttúrulega ógurlega spenntur að sjá hvernig Hilmari myndi lýtast á, en þegar við vorum að skrölta síðustu metrana þá sofnaði Hilmar þannig að hann missti af fyrsta sleðamótinu sínu:( Hann vaknaði ekki fyrr en allt var um garð gengið, en komst þó með Jóhanni Ágúst frænda sínum einn hring á MOD keppnissleða þannig að ekki var það nú ónýtt. og er pabbin mjög glaður að sleðahræðslan virðist vera að yfirvinnast. Við hittum Ömmu Ásu og eldaði hún fyrir okkur á föstudagskvöldinu, og svo buðu Grímur og Ingibjörg okkur í mat á laugardaginn, þannig að þetta var bara nokkuð vel heppnuð helgi og það duttu þó nokkrir baukar. Svo var gullfallegt veður á sunnudeginum en þá þurftum við að keyra til baka á Höfn þannig að við komust því miður ekki í neina góða sleðareisu, en létum okkur nægja ferkar en ekkert að taka nokkrar ferðir eftir túninu.
kv. pesi og co





Hér ef Fannar á MOD´inum sem hilmar fékk að rúnta á því miður þá
var pabbinn svo hræddur um son sinn að hann gleymdi að taka mynd
af því!

Hér erum við Hilmar að taka smá rúnt á túninu heima



Við Hilmar á rúntinum hann er alveg farinn að kunna að meta þetta.
Sennilega hefur fyrri hræðsla bara verið mótmæli við að þurfa að aka
um á Geymaheimaha (yamaha) enda ættu þeir að halda sig við píanó
framleiðslu

Hér erum við að rölta í góða veðrinu á sunnudeginum. Posted by Picasa

4 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það hefur allt verið á kafi hjá ykkur. Duglegur Hilmar að fara á sleða.

7:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahaa ... ég bíð spennt eftir að Garðar reki augun í þessa yamaha færslu !

1:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

hallo ... kominn tími á nýtt blogg!

3:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndir! Endilega verið nú duglegri að blogga og koma með fréttir;)

kveðja, Andrea

8:14 PM  

Post a Comment

<< Home