Monday, April 03, 2006

hósti, hiti og eyrnabólga

Hilmar Þór náði sér í pest um helgina, er með hita, ljótan hósta og eyrnabólgu :( Við mæðginin vorum því heima í dag og hvíldum okkur eftir svefnlitla nótt. Nú er bara að dæla í hann þessu helv... pensillini svo hann nái þessu úr sér.
Annars getum við ekki beðið eftir að komast í páskafrí. Stefnum að því að leggja í hann á föstudaginn eftir vinnu og byrja á að leggja suðurlandið undir okkur. Farið því að skella í hnallþórurnar, rífa upp stórsteikurnar og brugga vínið!!!
Annars er það helst að frétta að Hilmar er farinn að bregða sér í hlutverkaleiki. Hann benti föður sínum á að hann væri Árni Pétur og pabbi væri litla barnið. Pési lék auðvitað með og sagðist vera búinn að kúka. Hilmar gerði sér lítið fyrir og bar nefið að afturenda föður síns og hélt sko ekki, það væri barasta engin kúkalykt! Segja svo að börnin læri ekki það sem fyrir þeim er haft!!
Hilmar er líka orðinn stuðningsmaður Sylvíu Evróvisionfara og syngur Til hamingju Ísland fram og til baka á milli þess sem hann þenur raddböndin og æfir Sindrasönginn, koma svo: ,,Við erum í liði Sindra og enginn skal okkur hindra að koma með sigur úr hverjum leik!!" Já við mæðginin verjum tímanum ekki í vitleysu þegar pabbinn er í vinnunni!
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að græja mig í saumaklúbb í næstu íbúð, heitur kjúklingaréttur, ís og kruðerí, nammi namm!
Kveð ykkur í bili og munið að kvitta (allir nema Ester sem er hefur verið sett í bann)
Kv. Helga

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá stráksa fyrir mér syngja Sindra lagið. Það var lagið hjá stráksa. Vonandi fer hann að hressast. KV. Svanfríður

11:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hahahahaaa .. alltof fyndið með hlutverkaleikinn! Komiði suður föstudaginn 7. ?

(sko helga ekkert móðgandi í þessari færslu.)

4:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlökkum til að sjá ykkur um helgina. kv. Bára, Sammi og Ísey

7:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já við komum suður n.k. föstudag.. hlökkum til að sjá alla..

10:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Á ekkert að skella sér á Skagann :) Kveðja, Elsa Lára :)

6:15 PM  

Post a Comment

<< Home