Thursday, May 04, 2006

Hilmar Þór fótboltahetja



Mamman má nú til með að setja inn eina fótoltamynd af stráknum á meðan mótorhjólasjúki faðirinn er í vinnunni. Ég verð bara að taka afleiðingunum á eftir:)
Annars er Hilmar Þór veikur í dag og við mæðginin því heima að hafa það gott (nú og auðvitað líka að þvo þvott, þurrka af og halda íbúðinni í horfinu). Það er greinilega ekki auðvelt starf að vera heima, oh nei!
Helgin var alveg frábær hjá okkur. Bára kíkti í heimsókn og við mældum göturnar, borðuðum sælgæti og spjölluðum, rosa fínt! Hilmar tók vel á móti henni á flugvellinum, hljóp til hennar og viðurkenndi það opinberlega að hún væri sko BEST. Ekki minnkuðu vinsældirnar þegar heim var komið og hún gaf honum pakka. Það er greinilega erfitt að keppa um vinsældir við Báru! Svo stefnum við á að kíkja í Öræfin um þarnæstu helgi og hitta stórfjölskylduna. Ætli að Hilmar líti ekki líka aðeins í fjárhúsin og kíki á lömbin. Við vonum bara að litla hjartað hans stækki næstu vikuna svo hann verði ekki hræddur við þau. Mér dauðbrá nefnilega í gær þegar hann staðnæmdist fyrir framan lítinn poll við leikskólann og upphóf mikinn grátur. Þegar betur var að gáð komst ég að því að þessa gífurlegi ótti stafaði að nokkrum ormagreyjum sem voru í pollinum! Litla hetjan okkar:)
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að leika við soninn. Hafið það gott.
Kv. Helga og co. Posted by Picasa

1 Comments:

Blogger hilmartor said...

jæja stelpur. Á ekki að fara að kommenta??? Ég bara bíð og bíð....

3:50 PM  

Post a Comment

<< Home