Monday, April 24, 2006

Vá þetta páskafrí var náttúrulega bara geðveikt... ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja? Jæja því ekki bara að byrja á byrjuninni við byrjuðum á því að skreppa til r-víkur (bara svona rétt til að komast nú einn hring um landið) og þar eyddum við nokkrum dögum í það að reyna að komast yfir að heimsækja alla ættingja og vini.. en það er algerlega full starf í nokkra daga, að komast yfir það. Þar næst var haldið í sveitina og við komum við á skaganum og tókum Eddu og Andreu með okkur þar sem hemmi var fjarri góðu ganni og staddur á Cubu um páskana.Þegar norður var komið hófst ógurlegur afmælis undirbúningur og stóð hann yfir í nokkra daga. Ég fæ seint fullþakkað Helgu, mömmu og Eddu sem græjuðu allan matinn og tókst að framreiða ótrúlegan mat, skreita og gera frábæra stemmingu. Og svo náttúrulega Hreiðari og Hilmari Finns sem eyddu með okkur páskunum og ég notaði sem persónulega þræla í öllum undirbúningnum. Ester og Garðar voru náttlega ómissandi hjálpar hellur sem með ótrúlegu listrænu innsæji sínu smíðuðu og skreyttu alla þrautarbrautina + að Garðar greyið bakveiki mokaði svona sjö tonnum af snjó þannig að allir gestirnir kæmust nú að húsinu án þess að þurfa að vaða snjó uppí klof auk þess þrifu þau þornaðan fuglakúk og aðstoðuðu á alla lund, án þeirra hjálpar hefði nú verið þrautinni þyngra að láta þetta allt gerast. Það er skemmst frá því að segja að þetta var frábært kvöld og tókst allt mjög vel.. hvað sem aðrir segja þá var ég rosalega sáttur það mætti fullt af fólki, ég fékk fullt af höfðinglegum gjöfum, og það var rosalega gaman alveg fram undir morgun. Þar sem þetta var nú ekkert ofur skipulag og ekki send út nein boðskort þá hefur mér örugglega ljáðst að bjóða fullt af fólki og biðst ég afsökunar á því.Ég var nú nokkuð heilsutæpur næstu tvo daga, og eyddi þeim að mestu í leti(lestri og video) en svo var nú ekki annað hægt en að nýta allt það frábæra veður sem var um páskanna þannig að það vor farnar,, tja allavega þrjár ferðir uppá hólasand að leika sér, að sjálfsögðu voru krílin tekin með ( Hilmar Þór og Andrea Ósk) og það var ólmast á vélsleðum og rennt sér á slöngum, bara gaman og þau kunnu svo sannarlega að meta það( ég held að við séum að rækta einhverja algera adrenalín sjúklinga). Hemmi kom svo sl. miðvikudag frá Cubu og var gaman að ná að sjá aðeins framan í hann. við enduðum svo páskafríið á því að fara í brúðkaup þeirra Höllu og Fredda í mývatnsveit og var það mjög gaman. Allavega það er til fullt af myndum þannig að ég á eftir að tjá mig frekar um þettta alltsaman og senda inn myndir með Þangað til næst Árni Pé og co


Garðar í brekkunum

mamma á gönguskíðum (við erum að tala um logn og steikjandi sól)


Andrea Helga og Hilmar þór

Við hilmar á gamla grána Posted by Picasa

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jæja .. vorum við ykkur eingöngu til trafala og mæðu þarna ? Fuss og svei ...

11:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá sorry.. ekki sár!! að sjálfsögðu hefð þetta aldrey gerst án ykkar aðstoðar! ég var bara ekki alveg jarðtendur þegar ég skrifaði þetta!:( ég biðst innilega afsökunar

11:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Veskú... ég er fullur yðrunar og er nú búin að leiðrétta hinar ótrúlegu yfirsjónir í skrifum mínum.. ég vona að þið getið einhvertíman með tíð og tíma fundið það í hjarta ykkar að fyrir gefa mér ræflinum:( + þið hljótið að sjá að þetta er ekkert annað en ótrúleg yfirsjón þar sem þið eruð nú þau einu ( fyrir utan ameríkufarann og stundum Báru ) sem einhvertíman lesa þennan blessaða vef... því ætti það nú ekki að vera mjög skynsamlegt að móðga ykkur.. aftur og enn im sorry ...ætla að fara í háttin, þylja maríubænirnar minar, fasta í sjö daga og biðjast synda aflausnar.:(

11:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

... já þetta er more like it ;)

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ og hó!
Greinilega góðir páskar hjá ykkur. Hlakka til að sjá fleiri myndir. Svo er stefnan tekin á fjörðinn fagra á föstudaginn. Vona að þá verði allir heilsugóðir og veður gott og svona þannig að það verði hægt að mæla göturnar að gömlum sið.
Hlakka til að sjá ykkur. kv. Bára

7:11 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Svaka stuð á ykkur. Áttirðu afmæli Pési? Ef svo er þá óska ég þér innilega til hamingju en ef ekki þá tek ég hamingjuóskirnar til baka:) Skilaðu kveðju í kotið. Svanfríður

4:39 AM  
Blogger hilmartor said...

Oh já blessað páskafríið. Þá er víst bara að bíða eftir sumarfríinu:)
Fórum annars í sónar í morgun og krílið var á fullri ferð allan tímann:)
Hafið það gott

1:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið, aftur, gott að heyra að þetta tókst allt saman svona vel. Við erum á leiðinni á Klakann á morgun, en reikna nú ekki með að maður nái að kíkja á Höfn. Biðjum bara að heilsa í sveitina.
Kveðja frá Lúx, Jóa og co

7:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»

4:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home