Wednesday, April 05, 2006

Alveg að koma páskafrí....

Nú nálgast Pákafrí!!! jibbí jey þannig að þetta verður sennilega síðasta færslan í bili. Einhvernveginn efast ég um að við nennum að blogga mikið þegar við erum komin í sveitina á lélegustu tenginu í heimi! Allaveg ,, hjólið er búið að vera í smá yfirhalningu og er það meistari Garðar hed sem sparkar með reglubundum hætti í rassin á mér að vera nú með græjurnar í lagi og til taks.. Hilmar greyið er búin að vera veikur, og erum við Helga búin að vera að skiptast á að vera heima hjá honum.. En nú óttumst við það að vera að verða veik sjálf, þar sem það er einhver magapest að hrjá okkur .. Bjakk.. en vonandi verður það ekki það alvarlegt að það seinki suðurferð! Þrátt fyrir það að það velli gröftur og ógeð úr eyrunum á hilmari þá er hann ótrúlega brattur og ber sig vel. heimtar á hvejum degi að fara í " sína vinnu" (leikskólan) og er að verða hundleiður á því að hanga heima strákgreyið. en vonandi fer þetta nú allt að lagast, þrátt fyrir veikindi þá er nú alltaf hægt að gæða sér á kökudegi og æfa með pabba;) Bawhahahha ég var að skoða vélsleða á netinu áðan, hilmar kom og settist hjá mér og sagði: (og þetta er alveg án þess að þetta hafi verið nokkuð rætt) "Ég fæ svona þegar ég er orðin stór" huhf sagði móðir hanns já kanski þegar þú ert orðin mjög stór!!! og þá sagði hilmar að fyllstu einlægni "já ég er að verða mjög stór RÉTT BR'AÐUM mamma mín" heheh face... eins og börnin segja...heheheh
Þangað til næst ArniP

hjólið í bútum

Hilmar veiki sofandi hjá mömmu sinni


Hilmar að hjálpa mömmu sinni að baka


Svo er náttúrulega æfingarnar þannig að maður nái aftur heilsu Posted by Picasa

8 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Stráksi virðist vita hvað hann vill! En vonandi fer honum nú að batna-þetta er ekki skemmtilegt fyrir litla orkubolta. En ég sendi kveðju, Svanfríður og Eyjólfur Aiden.

4:27 AM  
Blogger hilmartor said...

jæja strákarnir mínir. Nú fer ég bráðum að koma heim til ykkar. Varð aðeins að stelast til að kíkja á síðuna:)
Kv. Helga

1:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bara skyldublogg hjá mér.... hlakka til að sjá ykkur á morgunn. Við verðum að gera eitthvað skemmtilegt um helgina.
kv. Bára

9:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

kv. Bára

9:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bwahahaa .. helga mín, þú verður bara að láta undan. Það er ekki um neitt annað að ræða!

8:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er krakkinn ekki bara veikur af öllu þessu hráa degi sem hann lætur ofan í sig alveg örugglega nokkrum sinnum í viku ef ég þekki húsmóðurina rétt sem bakar reglulega ;) ... tjah, maður spyr sig!!!!!

kv, andrea :)

7:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

JÆja nú er manni farið að lengja eftir myndum frá páskunum og ferðasögum þeim tengdum. Mér skilst að Hilmar sér orðinn vélsleða sjúkur. ég bíð spennt eftir nýjum myndum.
kv. Bára

10:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home