Fleiri myndir af næstu fótboltastjörnu Íslands

Já okkur finnst nú kommentin frá frænkunum eitthvað vera farin að láta bíða eftir sér. En þegar þú kemur inn Ester mín skal égbarasta segja þér það að ég er hætt að reyna að k0mmenta á þína síðu því þessi asnalega staðfesting sem maður þarf að skrifa til að geta komið skilaboðum til þín virkar ekki fyrir tölvusnilling eins og mig. Ég hef ekki tölu á því hve mörg komment hafa farið í vaskinn hjá mér, nú síðast tvö í dag. Þú skalt því annað hvort gjöra svo vel og taka þetta út eða ég hætti að reyna meir! (ég bið aðra lesendur innilegrar afsökunar á því að þurfa að setja þessi skammaryrði hér inn en einhversstaðar verð ég að setja þau)
Annars uppgötvuðum við nýja sérvisku í syni okkar í kvöld. Eins og kom fram í hinu bloggi dagsins þá hefur hann verið veikur heima og ótrúlega vælinn og lítill mömmustrákur. Seinnipartinn fór hann svo allt í einu að ganga á táberginu og heimta að við tækjum hann, minntist eitthvað á orma og fleira sem við áttuðum okkur engan veginn á. Við vorum orðin ansi óttasleginn, vissum ekki hvað væri eiginlega að koma fyrir hann. Við komumst síðan að því að hann lét bara svona á stofugólfinu. Ástæðan var sem sagt þessi fíni parketdúkur! Hann er alsettur mjóum röndum (eins og aðrir parketdúkar) og var Hilmar þess fullviss um að hann væri þakinn ormum sem hann vildi alls ekki stíga á:) Svei mér þá ef hann er ekki að verða líkari föðurættinni með hverjum deginum sem líður!
Hafið það gott og passið ykkur á ormunum
Kv. Helga
Það er rétt að ég bæti því við hér að ég hef alvarlegar áhyggjur af geðheilsu sonar okkur hann er eins og áður kom fram farinn að láta alveg eins og jack Nicolson í kvkmyndinni "As good as it gets" sum sé hagar sér alveg eins og hann sé orðinn "syngjandi geðveikur" svona geta börn orðið ef þau eyða of miklum tíma með mæðrum sínum, og fá ekki að umgangast heilbrigð kallasport (eins og mótorhjól) nógu mikið. það er sem sé óhollt að láta dekstra á sér rassgatið um of. Þar sem þær systur Helga og Bára voru einar með barnið alla síðustu helgi þá kenni ég þeim alfarið um hvernig komið er fyrir eymingja Hilmar og vona bara að ég geti snúið þessu til betri vegar.
þangað til næst Árni P

10 Comments:
Kæra fjölskylda!
Það er gott að sjá að þið eruð enn tölvutengd og gleymið ekki að uppfæra okkur frænkurnar um það sem gerist frá degi til dags hjá ykkur. Hvað varðar orma hræðsluna þá er ekki hægt að kenna mér um hana. Skil barnið samt rosalega vel því það eru rosalega skítug gólfin hjá ykkur. (Pési farðu nú að þrífa og skúra meira.... :-)
Það er mjög skemmtilegt að lesa færslurnar ykkar Helga og Pési. Haldið áfram að vera dugleg að blogga :) Sjáumst vonandi um Hvítasunnuna ef þið verðið enn á Hornafirði þá.
Bára í guðana bænum gættu að því hvað þú segir!! systir þín er nú nógu slæm með þetta þrifa æði!! aumingja Hilmar heldur að riksugan sé bróðir hanns (þar sem helga er meira með hana en hann) 0g ég held að þú bætir nú ekki þetta þrifa æði hjá henni Helgu minni með að segja það á alheimsnetinu að það sé skítugt hjá okkur.
Svo vitum við það bæði jafn vel að það er ekki mjög líklegt að ég fari að þrífa, þar sem Helga verður alltaf búin að skúra svona 7x áður en mér dettur það nokkurtíman í hug! (ekki alveg sami skítastuðull hjá okkur hjónaleysunum)
Vá hvað ég hlakka til að koma heim, Pési væntanlega búinn að skúra allt og þrífa hátt og lágt:)
Hann er jú heimavinnandi húsfaðir í dag með lasarusinn okkar. Svei mér þá ef ég finn ekki bökunarilminn alveg hingað í vinnuna!
Allir velkomnir í kaffi í dag, við verðum ekki svikin!
Kv. Helga
hahahaha..... já þið segið það. Þetta var nú allt í gríni. Helga ekki fara að skúra.... :-) Hefði nú alveg verið til í að skreppa í kaffi til ykkar í dag. Knúsið litla veika strákinn frá mér. kv. Bára
Helga! Kenndu Hilmari lagið " Borðið þér orma frú Norma" og sjáðu hvort þetta dvíni ekki af honum:)
Já helga mín. Þetta hefur verið eh vesen með síðuna mína, en þetta er bara orðið staðlað kerfi á þessari skítasíðu svo ég get ósköp lítið gert. Mér líst nú ekki vel á það sem ég heyri með geðveilu hilmars litla.. og verð að taka undir það sem Pési segir, kannski ef hann fengi mótorhjól þá minnkaði hræðslan við ormana. Gæti skeð .. allavega kossar og knús og í guðana bænum hættu að kvelja barnið í þennan fótboltabúning.
Bíddu bara Ester mín, ég er að horfa í kringum mig með alvöru takkaskó og legghlífar, þá verður minnn sko FLOTTUR!
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»
Post a Comment
<< Home