Sunday, May 14, 2006

Sveitaferð:)


Hilmar Þór og Bára frænka að tyggja strá

Hilmar Þór voðalega góður við lambið

Svo fengum við okkur gönguferð

Sælt veri fólkið. Nú er alveg hreint frábær helgi að klárast og um að gera að deila henni með ykkur. Við fórum sem sagt út í Öræfi um helgina í sveitaleik. Hilmar Þór tók virkan þátt í sauðburðinum ásamt Adda frænda, Gunnari afa, Ingu ömmu og Báru frænku. Mamman og Stebbi sáu hins vegar um eldamennskuna og þurftum við að hafa okkur öll við því ekki vildum við vera eftirbátar Unnar frænku, sem fór í húsmæðraorlof þessa helgina. Það voru því hlaðin borð alla helgi og sem betur fer þá held ég að allir hafi farið heim saddir og sælir.
Pési, Sammi, Bjarni frændi og tengdafaðir hans skelltu sér svo í Ingólfshöfðann í eggjatínslu og komu klifjaðir heim. Eini gallinn við sá ferð skilst mér að hafi verið kræsingarnar sem þeir höfðu innbyrt áður en þeir fóru sem ollu því að þeir fengu ekki að síga, voru víst í þyngri kantinum skilst mér! Þeir fengu því að halda í reipið og hífa hina upp, það verða víst einhverjir að vera á spottanum:)
Það er alveg með ólíkindum hvað maður verður endurnærður á því að skella sér í sveitasæluna. Hilmar Þór hafði þvílíkt gaman af þessu öllu saman. Hann hitti Svanberg Adda stóra frænda og hermdi eftir öllu sem hann sagði og gerði. Svo fannst honum líka ósköp gaman að hitta allt frændfólkið sitt. Inga amma stjanaði við hann og svo hjálpaði hann Gunnari afi að halda lífi í voðalega veiku lambi með því að gefa því mjólk að drekka.
Nú hefst hins vegar ný vinnuvika, próf og Öræfaferð með nemendurna. Það verður því nóg að gera. Hafið það gott.
Kv. Helga og co. Posted by Picasa

11 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Frábært að helgin var góð.

Hérna er enn flensan að plaga litlu prinsessuna mína en allt virðist vera á réttri leið.

Já nóg að gera framundan í vinnunni, það er einmitt ferðalag hjá mínum nemendum á fimmtudaginn, svo íþróttadagur, gróðursetningadagur og fleiri vorverk.

En hafðu það rosa gott Helga og auðvitað líka afgangurinn af fjölskyldunni.

Kveðja úr sólinni á Skaganum, Elsa Lára.

9:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ!
Og takk fyrir síðast. Góð helgi í sveitasælunni.Þú mættir velja úr myndir úr Höfðanum og sveitasælunni og senda okkur í pósti.
kv. Bára

11:02 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Hilmar hefur ekki átt í vandræðum með að fóta sig í búskapnum. Það er gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að gera ykkur dagamun. Næst er bara að gera hann hér í chicago-blikk blikk.

4:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæhæ ..
hlakka til að sjá ykkur fyrir norðan um næstu helgi!

9:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þið voruð semsagt í sveitinni ekki von að ég næði í ykkur. Nú fer að róast hjá mér sýningin var um helgina það kom fullt af fólki og svo verða skólaslit á miðvikudag.Amma er stolt af hvað þú ert duglegur við sveitastörfin Hilmar minn og ekkert hræddur við lömbin en það kemur mér svo sem ekki á óvart. Ástarkveðjur amma.

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Helga ég ætla að vona að þú gerir þér grein fyrir því að þú verður að koma norður um næstu helgi því ég þarf HELGUPIZZU MEÐ HRÁSALATI !

2:20 PM  
Blogger hilmartor said...

Nú þannig að hungrið eitt veldur þessum áhuga þínum á að hitta mig:( Nei því miður er ansi ólíklegt að ég komist með því forelrafélagið í leikskólanum stendur fyrir leiksýningum á sunnudaginn og ég verð víst að rukka inn. Svona er nú lífið stundum strembið Ester mín!

6:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

að því ógleymdu að fá að njóta félagsskapar þíns ;)

7:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

4:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

11:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

What a great site, how do you build such a cool site, its excellent.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home