Sunday, July 23, 2006

Tilbreytingalausir dagar í sveitinni

Sælt veri fólkið, mikið var ég ánægð að sjá að þið höfðuð ekki snúið við okkur baki! Annars er voðalega lítið að frétta úr sveitinni, lítið gerst síðan síðast var bloggað. Pési sést heima rétt í mýflugumynd en er annars niðri við á að guida. Hilmar Þór er orðinn frekar leiður á mömmu sinni og tilbreytingalausu lífi. Ætli að ég verði ekki að fara að setja mig í samband við einhverja hér í nágrenninu og kíkja með hann af bæ.
Ég sló garðinn í gær og tjaldaði tjaldinu hans Hilmars og hann hafði mikið gaman af því. Í dag fór hann svo með pabba sinn í skoðunarferð sem tókst ekki betur en svo að pabbinn festist í göngunum á milli tjaldanna og sat þar fastur þegar ég kom út með nesti handa þeim. Hilmar Þór stóð sig hins vegar eins og hetja í að hughreysta hann, hélt í höndina á honum og sagðist skyldi passa hann þangað til ég kæmi og bjargaði honum.
Fyrstu útlendingarnir komu í veiðiheimilið í dag og Hilmar var mjög duglegur í að hjálpa þeim að setja saman veiðistangirnar sínar og taka upp dótið. Eins og gefur að skilja tókst honum ekki að gera sig skiljanlegan við þá en hann lét það nú samt ekki stöðva sig í að tala við þá og veitti hann þeim mjög góðar leiðbeiningar. Karlagreyin reyndu að gera eins og hann bað þá og það var mesta furða hvað þeir náðu vel saman. Tungumálaerfiðleikar þurfa því ekki að stöðva okkur í að eiga samskipti við fólk sem við skiljum ekki! Ég tók mig að vísu til um daginn og reyndi að kenna Hilmari að segja: ,,My name is Hilmar" þannig að hann gæti kynnt sig fyrir útlendingunum. Pabba hans fannst þetta svo sniðugt að hann byrjaði strax að spyrja hann: ,,How are you today?" o.s.frv. en ég náði að stoppa hann af í því, tel nóg að reyna að láta hann ná góðum tökum á að kynna sig fyrst.
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í dag. Þið eruð velkomin í HEIMSÓKN hvenær sem er, aldrei að vita nema ég geti hellt upp á kaffi og bakað pönnsur handa ykkur.
Kv. Helga og co.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ og það er gaman að lesa blogg frá ykkur og gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur. Við erum væntanleg á norðurlandið í vikunni eftir verslunarmannahelgina og ætlum þá að kíkja við hjá ykkur ef þið verðið heima. Gistum á Húsavík í eina eða tvær nætur hjá Jóhönnu og Snæbirni og þá getum við átt góðar stundir saman. Knús frá mér og mínum. Elsa Lára.

10:03 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Við BErt vorum einmitt að ræða það í gær að kannski að fara norðurleiðina suður áður en við fljúgum aftur út til USA eftir jól og þá þiggjum við pönnsur og með'ðí og PANT fá að halda á nýfædda barninu:)

3:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get séð fyrir mér þessa uppákomu í tjaldinu. Hann frændi minn hefur nú staðið sig eins og hetja við að hughreysta pabba sinn, klikkar ekki á því. Bið að heilsa ykkur. kv. Bára besta

8:12 PM  
Blogger hilmartor said...

Þið eruð sko öll hjartanlega velkomin í heimsókn, best að fara að grafa upp pönnukökuuppskriftina:)
Elsa: Endilega hafið samband,Pési verður að vísu að vinna en við Hilmar verðum á lausu.
Svanfríður: Vonandi get ég boðið ykkur gistingu í nýja húsinu, nú ef ekki er nóg pláss í Árnesi.
kv. Helga

8:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að lesa smá fréttir af ykkur, gott að litli frændi er að standa sig í að passa pabba sinn :)
Biðjum að heilsa öllum heima í heiðardalnum, Lúx-gengið

11:58 AM  

Post a Comment

<< Home