Monday, June 05, 2006

Helgi í sveitinni

Sælt veri fólkið. Nú er löng helgi að baki, einir þúsund kílómetrar foknir og ótalmörg handtök við gerð seiðaþróar og eldamennsku! Nú er bara síðasta vinnuvikan að hefjast, pökkun og þrif (gaman gaman:) og við erum farin að telja niður!
Hilmari Þór fékk hita um leið og við renndum í hlaðið í Árnesi(enda MJÖG kuldalegt um að litast í dalnum) að nokkur maður skuli geta hugsað sér að búa í þessu kuldarassg... jæja nóg um það!
Annars var voða gott að koma í sveitina og ekki verður nú verra að flytja inn í eigið hús einhvern tímann í framtíðinni!
Hilmar sofnaði í bílnum á leiðinni og vaknaði ekki fyrr en klukkan 19. Klukkan er núna rétt að verða 23 og hann er ekki alveg á þeim buxunum að fara að sofa. Aumingja við verðum því að vaka og vaka og vaka..... svei mér þá ef hann er ekki alltaf að verða meiri og meiri B-maður!
Jæja ætla að hætta að þvaðra um ekki neitt. Eigið góða vinnuviku.
Kv. Helga og co.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

auðvitað fáið þið gistingu þegar þið komið suður !!! Hlökkum til að sjá ykkur!

9:20 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Þetta líður svo fljótt. Nú ertu að fara kveðja Hornafjörð AFTUR! Ég vona samt að við missum ekki af hvor annari. Gangi ykkur vel að koma ykkur norður, Svanfríður

4:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»

4:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hlökkum til að sjá ykkur í sveitinni, erum að leggja í hann í fyrramálið ;) Kíkjum á ykkur í dalinn, höfum bara samband.

2:05 PM  

Post a Comment

<< Home