Saturday, May 27, 2006

Enn ein helgin

Sælt veri fólkið og afsakið letina, það er barasta svoooo mikið að gera í blessaðri vinnunni að maður veit varla hvað maður heitir!
Annars er aðalspurning dagsins þessi: ,,Hvað í ósköpunum á ég að kjósa???" Þeir sem geta svarað þessu (á innan við 30 mín. því ég ætla að fara að drífa mig á kjörstað) mega ákveða það fyrir mig. Annars hefur ýmislegt gengið á í kosningabaráttunni. Nonno bauð mér um daginn humar fyrir að kjósa sjálfstæðisflokkinn og ég færði það í tal á kennarastofunni í fyrradag. Þá bauð Erna (sem er í framboði fyrir samfylkinguna) mér rjómaköku. Þetta var sem sagt allt sagt og gert í gríni. Í gær fékk ég svo furðulegustu símhringingu sem ég hef fengið um ævina. Það var sem sagt Framsóknarmaður sem hringdi og spurði mig hvort það væri rétt að ég hefði farið út í Best-Fisk og ætlað að kaupa mér humar en þeir hefðu boðið mér hann án endurgjalds gegn því að ég kysi ákveðinn flokk! Hann sagði að sú saga gengi um bæinn og hann vildi vita hvort hún væri sönn því þetta væri ólöglegt:) Þetta fannst mér frekar fyndið og hló mikið og hátt, svona er nú gott að búa í litlu samfélagi!
Annars er ég ekkert voðalega ánægð með mig þessa dagana. Helga duglega tók mjög virkan þátt í ruslatínslu með skólanum á miðvikudaginn sem leyddi til þess að ég er komin með grindargliðnun og get búist við því að finna fyrir henni út meðgönguna! Já vitið er ekki meira en Guð gaf það. Ég meina hvað gerir maður ef maður sér fullan skurð af rusli, jú að sjálfsögðu teygir maður sig í það og ef maður nær ekki alveg þá teygir maður sig AÐEINS LENGRA! Maður er alinn upp við að leggja sig fram í vinnu og vera duglegur, ég skrifa þetta því alfarið á foreldra mína. Skamm, skamm fyrir að temja mér þessa ósérhlífni!
Annars er ég núna á fullu í að undirbúa mig andlega fyrir Vestmannaeyjaferðalag með nemendur mína. Ég fer sem sagt í bítið á mánudagsmorgun og kem aftur á miðvikudagskvöldið. Þetta verður örugglega mikið fjör!
Síðan stefnum við á flutning norður um næstu helgi, þannig að Pési greyið mun hafa nóg að gera að pakka, því að sjálfsögðu má prinsessan ég ekki gera neitt!
Jæja ætla að fara að kjósa, kjósið nú rétt!
Kv. Helga

11 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Farðu aftur oní sama skurðinn, bakkaðu upp og þá gengur gliðnunin til baka!

3:46 PM  
Blogger hilmartor said...

takk fyrir góð ráð Svanfríður mín, aldrei að vita nema ég prófi þetta bara!

4:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fuss og svei helga,, þú veist þú átt bara að láta krakkana vinna meðan þú situr á skurðarbarminum með pina colada... óáfengan að sjálfsögðu ;) farðu vel með þig gamla ..

8:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga mín. Farðu nú varlega og passaðu þig stelpa ;) Hlakka svo til þess að sjá þig eftir nokkra daga :)

5:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég vil blogg og það núna !!! ... og myndir helst líka.

11:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

bloooooooooooooogg !!

9:21 AM  
Blogger hilmartor said...

Afsakið öll sömul en biðin eftir bloggi fer alveg að taka enda. Það er bara búið að vera alveg BRJÁLAÐ að gera. Var að koma frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi og skólaslit á morgun. Þið bara verðið að bíða örlítið lengur.
Reyni að henda einhverju inn í kvöld.
Kv. Helga
(Ester á ekki að skella sér í sveitina um helgina? Við Hilmar Þór erum að spá í að skella okkur með en þá megið þið að sjálfsögðu ekki klikka:)

3:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að geta aðeins fylgst með hvað er mikið að gera hjá ykkur, greinilega allir í þeim gírnum. Hlökkum til að sjá ykkur í brúðkaupi í lok mánaðarins.
Kveðja, Lúx-gengið

4:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

4:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

11:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

6:51 AM  

Post a Comment

<< Home