Fríið búið og sveitalífið tekið við
Komið þið sæl. Jæja nú erum við Hilmar Þór komin aftur heim í sveitina og við tekur hið venjubundna sveitasælulíf! Fríið okkar var mjög skemmtilegt. Sumarbústaðaferðin heppnaðist mjög vel og þökkum við Báru frænku, Ingunni, Rannveigu Hörpu og Einari Gunnari kærlega fyrir skemmtilega daga. Síðan stjönuðu amma og afi auðvitað við okkur í Kópavoginum, ég hvíldi mig vel og þau fóru með Hilmar í Smáralind, á róló og fleira í þeim dúr. Í gær keyrðum við svo norður og amma og afi gistu í Nesi (gott að hafa sér gestahús:). Núna ætlum við að skella okkur upp á Laugar að kíkja á unglingalandsmót og ætli að við grillum okkur ekki með ömmu og afa í Nesi í kvöld.
Pési vonast til að fá eitthvað frí í vikunni og e.t.v. næstu viku líka þannig að þá gerum við eitthvað skemmtilegt! Að vísu vorum við að segja að skynsamlegast hefði verið að byrja að skipta um glugga í Nesi í fríinu en þar sem við höfum ekki haft tíma til að græja það þá verður líklega ekkert af því. Ætli að við reynum hins vegar ekki að koma því í verk að senda inn teikningar á hina ýmsu staði og fá tilboð svo við getum farið að hefjast handa fljótlega.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga
Pési vonast til að fá eitthvað frí í vikunni og e.t.v. næstu viku líka þannig að þá gerum við eitthvað skemmtilegt! Að vísu vorum við að segja að skynsamlegast hefði verið að byrja að skipta um glugga í Nesi í fríinu en þar sem við höfum ekki haft tíma til að græja það þá verður líklega ekkert af því. Ætli að við reynum hins vegar ekki að koma því í verk að senda inn teikningar á hina ýmsu staði og fá tilboð svo við getum farið að hefjast handa fljótlega.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili. Hafið það gott. Kv. Helga
3 Comments:
Hæ, hæ!
Sömuleiðis þökkum við ykkur kærlega fyrir skemmtinina í bústaðnum. Við verðum samt að hittast fljótlega aftur og taka upp þráðinn í spilamennskunni. Er enn að hugsa um 6-0 dæmið.... En hafið það gott í sveitinni.
Kveðja, Ingunn og Rannveig Harpa sem voru bara heima um helgina í jólafíling...huhumm
Ingunn: Mér finnst nú algjör óþarfi að minnast á 6-0 tapið,var að reyna að gleyma því!
Ég tek hins vegar undir með þér að við verðum að endurtaka þetta fljótlega!
kv. Helga
Hæ hæ kæru vinir!!
Og takk líka fyrir skemmtunina í bústaðnum;) Við Mummi höfðum rosalega gaman að spilamennskunni og værum alveg til í að endurtaka leikinn enda verið nær ósigrandi!! Fór auðvitað strax daginn eftir og keypti eitt stykki Sequence í Leikbæ og kynnti það fyrir fjölskyldunni um Verslunarmannahelgina, öllum til mikillar ánægju ;) Sjáumst vonandi fljótlega aftur.
Kveðja Erla og Mummi
Post a Comment
<< Home