Fréttir úr sveitinni
Komið þið sæl. Jæja nú er komið í ljós að ekkert verður af langþráðu fríi föðurins sem átti að hefjast á sunnudaginn:( við erum ekkert voða kát með það en í staðinn fáum við bara dollaramerki í augun og reynum að brosa!
Annars er lítið að frétta úr sveitinni. Hemmi, Edda og Andrea Ósk voru að koma og þau frændsystkin hafa verið dugleg að leika sér. Pési, Garðar og Marínó fóru á móti Hemma og þeim á mótorhjólum og bíðum við nú eftir því að þeir skili sér. Heyrði í Pésa áðan og hann sagðist hafa lent í vandræðum með að koma hjólinu sínu í gang, ég býst því passlega við því að ,,þörfin" á mótorhjóli með rafstarti hafi aukist til muna í þessari ferð, ég er því í þessum töluðu orðum að brynja mig fyrir þeirri umræðu og þjálfa hæfileikann til að láta sem ég sé að hlusta en hleypa orðunum beint í gegn og út um hitt eyrað:)
Mér finnst líklegt að við Hilmar höldum kyrru fyrir í sveitinni en mamma og pabbi eru að spá í að kíkja í heimsókn um miðja næstu viku. Ætli að við reynum ekki að kíkja aðeins í útilegu með þeim svo Hilmar Þór komist smá í tjald þetta árið.
Síðan fer bara að styttast í að maður fari að undirbúa komu barnsins, finna til föt og þvo og svoleiðis. Okkur finnst þetta samt enn svo fjarlægt eitthvað en tíminn flýgur víst og með þessu áframhaldi verður barnið fætt áður en maður veit af!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, frændsystkinin eru eitthvað aðeins farin að takast á.
Hafið það gott
kv. Helga og co.
Annars er lítið að frétta úr sveitinni. Hemmi, Edda og Andrea Ósk voru að koma og þau frændsystkin hafa verið dugleg að leika sér. Pési, Garðar og Marínó fóru á móti Hemma og þeim á mótorhjólum og bíðum við nú eftir því að þeir skili sér. Heyrði í Pésa áðan og hann sagðist hafa lent í vandræðum með að koma hjólinu sínu í gang, ég býst því passlega við því að ,,þörfin" á mótorhjóli með rafstarti hafi aukist til muna í þessari ferð, ég er því í þessum töluðu orðum að brynja mig fyrir þeirri umræðu og þjálfa hæfileikann til að láta sem ég sé að hlusta en hleypa orðunum beint í gegn og út um hitt eyrað:)
Mér finnst líklegt að við Hilmar höldum kyrru fyrir í sveitinni en mamma og pabbi eru að spá í að kíkja í heimsókn um miðja næstu viku. Ætli að við reynum ekki að kíkja aðeins í útilegu með þeim svo Hilmar Þór komist smá í tjald þetta árið.
Síðan fer bara að styttast í að maður fari að undirbúa komu barnsins, finna til föt og þvo og svoleiðis. Okkur finnst þetta samt enn svo fjarlægt eitthvað en tíminn flýgur víst og með þessu áframhaldi verður barnið fætt áður en maður veit af!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, frændsystkinin eru eitthvað aðeins farin að takast á.
Hafið það gott
kv. Helga og co.
4 Comments:
Loksins kom meira blogg. ÞEgar þið eruð byrjuð að blogga þá vill maður eitthvað nýtt inn amk. annan hvern dag. Af okkur úr borginni er allt gott að frétta. kv. Bára
batnandi mönnum er best að lifa. Ég skal reyna að uppfæra reglulega, það er verst þegar maður hefur ekkert að segja!
Strákarnir voru að koma heim, skítugari og þreyttari menn hef ég aldrei séð á ævi minni! (Búin að fá ræðuna um hjólgarminn en þjálfunin í ,,gagnvirku" hlustuninni tókst svo vel að ég man ekkert hvað hann sagði:)
Kv. Helga
Sammála Báru-blogg annanhvern dag og í mesta lagi þriðja hvern dag-frí um helgar:) Mér líst vel á planið hvernig þú hyggst taka á móti hjólasamræðum Pésa-ég stend með þér:)
Ég hlakka svo til þess að sjá þig ef þú verður heima. Verðum á þessu svæði á þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgina.
Já tíminn er sko fljótur að líða og áður en þú veist af verður litla krílið mætt á svæðið ;) Bestu kveðjur, Elsa Lára.
Post a Comment
<< Home