Sunday, July 30, 2006

Jæja þá er víst kominn tími á annað blogg lesendur góðir. Í fréttum er þetta helst að á morgun ætlum við Hilmar Þór að skella okkur suður á bóginn í sumarbústað með Báru, Ingunni, Rannveigu Hörpu og Einari Gunnari. Faðirinn kemst því miður ekki með sökum anna í fylgdinni en við mæðginin höfum fengið nóg af sveitasælunni í bili og endalausri bið eftir að fjölskyldufaðirinnn skili sér heim þannig að við ætlum bara að leggja á flótta!
Hilmar Þór er mjög spenntur yfir því að fara í flugvélina og heldur því stöðugt fram að Hemmi muni fljúga vélinni. Honum líst líka ansi vel á sumarbústaðaferðina því í júní fórum við líka í bústað og hann hafði vægast sagt mjög gaman af því.
Ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór svo ég nái að vekja hann í fyrramálið. Ekki það að ég hef nú meiri áhyggjur af því að Ester svefnpurka sem ætlar að keyra okkur hafi sig ekki á fætur fyrr en undir hádegi:)
Í lokin vil ég biðjast afsökunar á myndaskorti en ástæðan er sú að það vantar netkort í borðtölvuna (sem geymir allar myndirnar) þannig að ég verð að skrifa bloggin á fartölvuna eins og er. Vonandi náum við að laga bót á því hið fyrsta.
Hafið það gott
kv. Helga

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Góða skemmtun í bústaðnum ;)
Alltaf skemmtilegt að skella sér í bústað.

10:35 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Góða skemmtun í bústað-það er svo langt síðan að ég fór í bústað síðast að ég næstum því gleymt hvernig það er. Hafið það gott.

5:20 PM  

Post a Comment

<< Home