Wednesday, August 16, 2006

Fréttir úr fríinu

Komið þið sæl. Við erum enn í Árnesi!!! Já það er líka ágætt að eyða nokkrum dögum í rólegheit heima hjá sér. Pési eyddi gærdeginum í bókhald sem hafði safnast upp yfir sumarið. Við erum því mjög ánægð með að það sé frá. Í dag er stefnan tekin á Akureyri. Þar ætlum við að fara í Byko og Húsasmiðjuna og skoða efni í húsið okkar. Pési sendi teikningar af gluggunum á nokkra staði í gær þannig að við bíðum eftir tilboðum núna. Þetta er því allt að koma hjá okkur.
Um síðustu helgi kíktum við í heimsókn á Vopnafjörð til Steina, Ellu og Sindra og var það mjög gaman. Við vorum síðan að spá í sumarbústað í Víðidalnum eða að skreppa til Völla og Þóru í Þjórsárdalinn en þar sem góða veðrið virðist ætla að koma til okkar þá nennum við ekki að keyra okkur í rigninguna. Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara í stutta útilegu í Ásbyrgi þegar nær dregur helgi. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér með endilega hafið samband:)
Jæja hef ekkert að segja, læt þetta duga í dag.
Hafið það gott. Kv. Helga og co.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skil ykkur vel að vilja njóta veðurblíðunnar hjá ykkur. Það hefði heldur ekki verið neitt gaman á ströndinni á Skaganum þar sem veðurspáin hefur ekki staðið við fögur loforð um sól og hita :( En ég hefði sko verið til í útilegu ef ég væri ekki byrjuð að vinna á fullu :) Bestu kveðjur frá mér.

9:38 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það var svo gaman að heyra frá þér í gær, takk fyrir að hringja. Ég hlakka til að sjá myndir af þér og þínum.

6:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, allt gott að frétta frá RVK, og sumarfríið á enda. Annars er ég farin að bíða eftir myndum. Bæði af Hilmari og kúlunni þinni Helga. Svo skal ég segja Pésa líka svo hann verði ekki sár. Bið að heilsa í sveitina. kv. Bára

11:22 PM  
Blogger hilmartor said...

Já ég hlýt að geta farið að setja inn myndir fljótlega!

12:17 PM  

Post a Comment

<< Home