Monday, August 28, 2006

Blessuð rigningin!

Já loksins er farið að rigna! Það er búið að vera ,,leiðindaveður" í dag, rigning og rok og ég er alveg svakalega sátt við það. Ég var alveg komin með nóg af sólinni og hitanum. Þessi ólétta hækkar hitastigið í líkamanum til muna þannig að núna syng ég bara: ,,I'm singing in the rain, I'm singing in the rain, what a....."
Annars vorum við að koma frá Húsavík. Fór í mæðraskoðun sem kom vel út og versluðum fyrir Veiðó og heimilið.
Í gærkvöldi heimsóttum við Grímshúsahjónin og borðuðum dýrindis kvöldverð með þeim. Marinó og Svana komu líka og áttum við hina notalegustu stund. Að vísu fóru strákarnir að moka fúkyrðum yfir hvern annan þegar leið á kvöldið en við erum nú orðnar vanar því! Fyrr um daginn fórum við Ingibjörg og Edda með börnin inn á Akureyri í bíó, ætluðum að sjá Gretti en það var uppselt þannig að við fórum á Ástrík. Hilmari leist vel á þetta til að byrja með en eftir u.þ.b. fimmtán mínútur þurfti hann á salernið og þá missti hann áhugann, sagðist bara vilja fara heim. Ég reyndi að tala hann inn á það að vera lengur, tók hann í fangið og hughreysti hann en hann lét sér ekki segjast. Við yfirgáfum því bíóið og fengum okkur rúnt á meðan myndin kláraðist.
Ég held áfram að afsaka mig með myndaleysið Svanfríður mín, það er alveg með ólíkindum hvað mér finnst erfitt að lyfta henni upp og smella af! Ég er hins vegar komin með mikið samviskubit yfir þessu þannig að það hlýtur að fara að gerast fljótlega.
Hafið það gott.
Kv. Helga

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ.
Þetta minnir mig á fyrstu ferðina með Þórdísi Evu í bíó, það endaði svona en það gekk mjög vel að fara með hana síðast en það var einmitt á Akureyri í sumar. Hlakka til þess að sjá fleiri myndir.
Knús héðan.

10:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ skvís, bara flutt norður...æði. Rosa flottar myndir af þér og þínum "öllum" og gangi þér æðislega vel að koma barni nr.dos í heiminn elskan. Þín, María

10:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Matarhlé á námskeiðinu og ég var að vona að það væri komið eitthvað nýtt inn á síðuna. Bið að heilsa öllum í sveitinni. Kv. Bára

1:01 PM  

Post a Comment

<< Home