Wednesday, August 23, 2006

Sælt veri fólkið og takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu!
Héðan er frekar lítið að frétta, brjálað að gera í vinnu hjá Pésa og Hilmar Þór byrjaður í aðlögun á leikskólanum sem gengur mjög vel. Ætli að maður fari ekki svo bara að undirbúa komu nýja barnsins, þvo föt og hvíla sig:)
Við fórum í afmæli í dag til Stefáns Óla og Hilmari fannst það voðalega gaman. Að vísu leist honum ekki á hávaðan og lætin í öllum þessum börnum þannig að hann hélt sig til hlés og lék sér að dótinu inni á meðan hin börnin ærsluðust úti í góða veðrinu. Hann virðist því ekki vera eins mikil félagsvera og móðir hans!
Hér er alltaf sama góða veðrið, sól og yfir tuttugu stiga hiti! Mér finnst að vísu alveg nóg komið af þessum helv... hita og Norðlendingarnir benda mér á að ég sé bara ekki vön þessari veðráttu:) Hingað til hef ég nú reynt að malda í móinn og halda uppi vörnum fyrir Hornafjörðinn góða en svei mér þá ef ég fer ekki bara að láta sannfærast (að vísu ætla ég að bíða og sjá hvernig veturinn verður, aldrei að vita nema Höfn græði nokkur stig þar:)
Því miður sé ég ekki fram á að komast í brúðkaupið hjá Völu og Steina um helgina, svo Elsa og Þórhalla þið skilið kveðju til hennar og verðið duglegar að taka myndir fyrir mig.
Læt þetta duga í dag, aldrei að vita nema ég verði dugleg á morgun og taki nokkrar myndir af Nesi fyrir þig Svanfríður mín og setji inn annað kvöld.
Kv. Helga

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Já takk Helga, það væri gaman að sjá. Ég verð bara að segja það aftur að þú er ofboðslega falleg (þú hefur nú alltaf verið það) en óléttan fer þér vel. Farðu vel með þig vinkona.

3:39 AM  
Blogger hilmartor said...

Takk fyrir það Svanfríður mín, það er alltaf gott, sérstaklega þegar manni líður eins og flóðhesti, að heyra að maður lítur vel út:)

12:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf gaman að sjá nýjar myndir.
kv. Bára

2:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hlakka til þess að sjá myndir og alltaf gaman að sjá bumbumyndir, sérstaklega þegar þú lítur svona vel út :) En ég skal skila kveðju til frú Valgerðar á laugardaginn. Vildi að þið gætuð verið með þennan dag en við sjáumst bara seinna. Farðu nú vel með þig elsku Helga mín. Knús frá mér.

12:07 AM  
Blogger hilmartor said...

Svanfríður: Afsakaðu letina með myndir af Nesi. Ég lofa þeim þó fljótlega!

12:17 PM  

Post a Comment

<< Home