Loksins myndir
Jæja lesendur góðir, loksins setti ég inn myndir. Við vorum að vísu að uppgötva það að við höfum ekki verið nærri nógu dugleg að taka myndir í sumar þannig að við verðum að bæta úr því. Annars er gott að frétta af okkur. Hilmar Þór var að byrja í aðlögun á leikskólanum í síðustu viku og hann ætlar að prófa að vera einn í smá tíma á morgun.
Sólin skín á okkur þessa dagana og Hilmar Þór var úti í allan dag, fyrst með mér í Veiðiheimilinu að stússast og svo í skúrnum með pabba sínum í mótorhjólaviðgerðum. Hann var ekkert smá flottur á þríhjólinu sínu í gær, sem að sjálfsögðu er mótorhjól í hans augum. Hann sparkaði því í gang og snéri upp á handföngin og þegar hann kom heim í hlað setti hann það á hliðina (á standarann eins og hann orðaði það) við hliðina á öllum hinum mótorhjólunum:)
Hafið það gott
Kveðja úr sólinni
Helga og co.
Sólin skín á okkur þessa dagana og Hilmar Þór var úti í allan dag, fyrst með mér í Veiðiheimilinu að stússast og svo í skúrnum með pabba sínum í mótorhjólaviðgerðum. Hann var ekkert smá flottur á þríhjólinu sínu í gær, sem að sjálfsögðu er mótorhjól í hans augum. Hann sparkaði því í gang og snéri upp á handföngin og þegar hann kom heim í hlað setti hann það á hliðina (á standarann eins og hann orðaði það) við hliðina á öllum hinum mótorhjólunum:)
Hafið það gott
Kveðja úr sólinni
Helga og co.
2 Comments:
Æ krútti litli. Mér finnst hafa stækkað síðan ég sá hann síðast og það er nú ekki svo langt síðan það var. Ég hefði viljað sjá mynd af mótorhjólauppstillingunni hans. Grettumyndin er komin á desktoppið. Svo vantar mig mynd á desktoppið í vinnunni. kv. Bára
ok, var að setja inn nýjustu myndirnar úr vélinni. Finn einhverjar góðar.
Kv. Helga
Post a Comment
<< Home