Lítið að frétta
Komið þið sæl. Það er nú óskaplega lítið að frétta héðan en ætla alla vega að láta ykkur vita af því að við erum á lífi og höfum það gott í sveitasælunni. Pési er að byrja að vinna á morgun og þá verðum við Hilmar aftur í reiðileysi! Annars erum við búin að hafa það mjög gott í fríinu þó svo að við höfum ekki farið neitt eftir Vopnafjarðarheimsóknina um síðustu helgi. Við fengum okkur rúnt um sveitina í gær, skelltum okkur í sund í Heiðabæ og höfðum sundlaugina út af fyrir okkur. Við kíktum eina snögga ferð á Akureyri í fyrrakvöld og heimsóttum Móða, Björgu, Daða og Atla. Í kvöld er svo stefnt að því að grilla humar og hafa það gott hér í Árnesi. Ég ætla að vinna í myndamálum næstu daga og vona að ég geti sett inn nokkrar fljótlega!
Hafið það gott og endilega kíkið í heimsókn ef þið eigið leið hér um.
Kv. Helga
Hafið það gott og endilega kíkið í heimsókn ef þið eigið leið hér um.
Kv. Helga
0 Comments:
Post a Comment
<< Home