Friday, September 01, 2006

Nýtt blogg

Jæja mér heyrist á Báru að það sé kominn tími á annað blogg! Annars er helsta vandamálið það að það gerist svo lítið í sveitinni að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skrifa.
Annars finnst mér alltaf voðalega gaman þegar fleiri góðir vinir kíkja á síðuna, takk fyrir kommentið María.
Nú hefur heldur róast hjá Pésa en samt nóg að gera. Pési var að byrja í skólanum í dag og svo hefur hann verið að guida síðustu tvo daga. Við stefnum að því að skella okkur á Akureyri eftir helgi til að versla smá fyrir Nesframkvæmdirnar, sem geta vonandi bráðum farið að hefjast. Við bíðum eftir gluggateikningum núna og þurfum að fara að kaupa einangrun og klæðningu eftir helgi. Svo þarf bara að bretta upp ermar.....
Hilmar Þór kann vel við sig á leikskólanum sínum, hann leikur sér við Stefán Óla og Þráin Maríus frændur sína og svo bíður Andrea Ósk eftir honum heima þegar skólanum lýkur. Við Edda bíðum spenntar eftir að þau skipti um leik en það vinsælasta núna hjá þeim er tröllaleikur sem felst í því að þau öskra heilmikið, hlaupa inn í Ásuherbergi og fela sig undir sænginni fyrir tröllum sem herja á þau úr ýmsum áttum. Við reynum að tala við þau á rólegu nótunum og fá þau til að lækka í sér en það gengur ekki sem skyldi. Við bíðum því spenntar eftir því að þessi leikur hætti að vera vinsæll!
Jæja ég held að hausinn á mér sé orðinn tómur. Hafið það gott og eigið góða helgi.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Alltaf gaman að fá nýtt blogg. Ég sé börnin alveg fyrir mér í tröllaleiknum :) Hafðu það gott Helga mín og góða helgi.

12:54 AM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Tröllaleikur segir þú? Ég sé þetta í anda..kannski að næsti leikur sem verði vinsæll sé heyrnaleysingjaleikur, þeir eru víst afar!skemmtilegir:)

3:02 AM  
Blogger hilmartor said...

Já mér líst vel á heyrnleysngjaleikinn, kannski að ég reyni að kenna þeim hann.

2:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já alltaf glaðst yfir nýjum bloggfærslum. ekki er nú leiðinlegra ef að myndir fylgja með færslunum :-) bara smá að böggast-veit að þú ert svo virk á myndavélinni. kv. Bára

7:48 PM  

Post a Comment

<< Home