Akureyrarferð
Komið þið sæl, ég er svo glöð með öll kommentin að ég verð bara að skella inn nýrri færslu!
Við skelltum okkur til Akureyrar í dag, fórum í allskyns búðir og reyndum að eyða smá peningum. Ég verslaði t.d. lítil snuð, taubleyjur o.fl. fyrir nýja barnið. Að því loknu fórum við með erfðaprinsinn í sund sem honum fannst afskaplega ánægjulegt. Að vísu byrjaði dagurinn ekki vel, Hilmar Þór byrjaði að væla þegar ég beygði inn að leikskólanum og þvertók fyrir það að fara þangað inn. Ég gaf mig nú ekki og límdi hann sig vægast sagt á mig og grét svo sáran að mitt litla móðurhjarta (sem er óvenjuviðkvæmt þessa dagana) gaf sig og ég átti ansi erfitt með að halda aftur af tárunum. Eftir u.þ.b. 20 mínútna leik við hann fékk ég loksins að yfirgefa svæðið og var ég fljót að benda föður hans á það að hér eftir færi hann með hann á leikskólann! Ég ætla rétt að vona að þetta líði hjá því ég get ekki hugsað mér að hafa hann þar ef hann vill það alls ekki. Hann var svo rosalega ánægður á leikskólanum á Höfn, tók alltaf vel í að fara þangað og oft þurfti meiri að segja að tala hann til til fá hann heim! Við leggjumst því á bæn og vonum að þetta tímabil taki enda.
Jæja ætli að ég fari ekki að koma mér í háttinn. Hafið það gott og bara svo þið vitið það þá eruð þið öll velkomin í heimsókn í dalinn hvenær sem er:)
kv. Helga
Við skelltum okkur til Akureyrar í dag, fórum í allskyns búðir og reyndum að eyða smá peningum. Ég verslaði t.d. lítil snuð, taubleyjur o.fl. fyrir nýja barnið. Að því loknu fórum við með erfðaprinsinn í sund sem honum fannst afskaplega ánægjulegt. Að vísu byrjaði dagurinn ekki vel, Hilmar Þór byrjaði að væla þegar ég beygði inn að leikskólanum og þvertók fyrir það að fara þangað inn. Ég gaf mig nú ekki og límdi hann sig vægast sagt á mig og grét svo sáran að mitt litla móðurhjarta (sem er óvenjuviðkvæmt þessa dagana) gaf sig og ég átti ansi erfitt með að halda aftur af tárunum. Eftir u.þ.b. 20 mínútna leik við hann fékk ég loksins að yfirgefa svæðið og var ég fljót að benda föður hans á það að hér eftir færi hann með hann á leikskólann! Ég ætla rétt að vona að þetta líði hjá því ég get ekki hugsað mér að hafa hann þar ef hann vill það alls ekki. Hann var svo rosalega ánægður á leikskólanum á Höfn, tók alltaf vel í að fara þangað og oft þurfti meiri að segja að tala hann til til fá hann heim! Við leggjumst því á bæn og vonum að þetta tímabil taki enda.
Jæja ætli að ég fari ekki að koma mér í háttinn. Hafið það gott og bara svo þið vitið það þá eruð þið öll velkomin í heimsókn í dalinn hvenær sem er:)
kv. Helga
6 Comments:
Gott að heyra að allt gengur vel hjá þér Helga mín! Ég trúi nú ekki öðru en að sonur þinn taki þennan leikskóla í sátt fyrr en síðar þar sem þetta er alveg klassaleikskóli (gamli leikskólinn minn;)
Kveðjur úr stórborginni - andrea
Var búin að skrifa hellings comment en allt datt út ...
Farðu vel með þig Helga mín.
Leikskólamálin komast örugglega í réttan farveg og prinsinn þinn verður ánægður fljótlega eða ég vona það þín vegna :) Ekki gaman þegar börnin láta svona. Manni líður þá ekkert vel að skilja þau eftir. Daman mín á þetta reglulega til.
En nú ferð að styttast í krílið :=)
Best kv. Elsa Lára
Ég segi það sama að vonandi lagast leikskólamálin. Hann þarf líka að venjast þessu öllu saman lillemann sem hann gerir á endanum. Vonandi líður þér vel, kv. Svanfríður.
Hæ hæ, vissi ekki að þið væruð komin með bloggsíðu en gaman að kíkja hér inn geri það oftar hér eftir. Allt gott að frétta af austan. Elín Ása Byrjuð hjá dagmömmu og allt í gúddí þar á bæ engin aðlögun og ekki neitt enda dáldið mikið yngri en Hilmar. Höfum ekkert farið norður síðan þið fluttuð en vonandi gerist það bráðlega allavega verðum við að kíkja á nýja barnið. Leikskóla aðlögunin lagast örugglega, bara að senda pabba með hann það er miklu auðveldara:-) Biðjum að heilsa ykkur
kv. Matta og co
Gaman að sjá hve margir eru farnir að líta á okkur:) Hafið það gott. Set inn nýtt blogg fljótlega.
Kv. Helga
Hae hae Helga!
Gaman ad fa kvedju fra ter og geta nu fylgst med ykkur. Bid spennt eftir frettum af litla krilinu sem er a leidinni. Vona ad Hilmari eigi eftir ad lika vel, en.... vil samt natturulega lika fa ykkur til baka a Hofn tvi vid stefnum a ad enda tar...
Knus og kossar ur Amerikunni!
Ardis og familia.
Post a Comment
<< Home