smá blogg
Sælt veri fólkið og takk fyrir kommentin:) Héðan úr sveitinni er allt gott að frétta. Pési vonandi að klára síðustu tvo fylgdardagana á þessu ári og þá getum við farið að að hafa það gott.
Ég fór í mæðraskoðun í morgun, komin sléttar 39 vikur og krílið virðist ekkert vera á leiðinni. Ég vil gjarnan að það fari að láta sjá sig, bónaði bílinn og fékk mér góðan göngutúr í dag til að reyna að koma þessu af stað, en mér sýnist það ekki vera að gera sig. Annars erum við nokkuð róleg yfir þessu, ætli að það láti ekki sjá sig fljótlega, nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli.
Hilmar Þór virðist enn ekki alveg hafa tekið leikskólann í sátt, vældi í morgun þegar við fórum með hann. Vonandi hættir hann því fljótlega því mér finnst afskaplega leiðinlegt að þurfa að skilja hann eftir vælandi! Annars fór ég með hann til læknis í morgun og einhverra hluta vegna finnst honum það eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir. Hann spjallaði heilan helling við lækninn, spurði hana spjörunum úr um hitt og þetta og hún hafði mjög gaman af. Í mæðraskoðuninni fékk hann svo að aðstoða við að mæla blóðþrýstinginn hjá mér og fleira og var mjög gaman að fylgjast með honum!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Ég set inn myndir af krílinu um leið og það lætur sjá sig. Kv. Helga
Ég fór í mæðraskoðun í morgun, komin sléttar 39 vikur og krílið virðist ekkert vera á leiðinni. Ég vil gjarnan að það fari að láta sjá sig, bónaði bílinn og fékk mér góðan göngutúr í dag til að reyna að koma þessu af stað, en mér sýnist það ekki vera að gera sig. Annars erum við nokkuð róleg yfir þessu, ætli að það láti ekki sjá sig fljótlega, nokkrir dagar til eða frá skipta ekki máli.
Hilmar Þór virðist enn ekki alveg hafa tekið leikskólann í sátt, vældi í morgun þegar við fórum með hann. Vonandi hættir hann því fljótlega því mér finnst afskaplega leiðinlegt að þurfa að skilja hann eftir vælandi! Annars fór ég með hann til læknis í morgun og einhverra hluta vegna finnst honum það eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir. Hann spjallaði heilan helling við lækninn, spurði hana spjörunum úr um hitt og þetta og hún hafði mjög gaman af. Í mæðraskoðuninni fékk hann svo að aðstoða við að mæla blóðþrýstinginn hjá mér og fleira og var mjög gaman að fylgjast með honum!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili. Ég set inn myndir af krílinu um leið og það lætur sjá sig. Kv. Helga
4 Comments:
hæ hæ! Ætli Hilmar verði ekki bara læknir?? Ég verð nú að segja að mig langar að sjá eina nýja óléttumynd svona áður en krílið kemur. Vonandi fer ég svo að fá litla frænku eða frænda. kv. Bára
Ég segi það sama og Bára-kannski fær maður að sjá eina mynd af þér áður en litla krílið kemur?:)
Hæ hó
Ákvað nú að kvitta fyrir mig í eitt skipti.
Síðan bíð ég bara spennt eftir sms um fæðingu krílisins - Helga þú mátt samt ekki þreyta þig um of við að reyna að koma af stað fæðingu, það þarf einhver orka að vera eftir þegar það loksins gerist og síðan í framhaldinu ...
Kveðja Ella Dögg
Ég skal skoða hvað ég get gert í þessu myndamáli í kvöld þegar Pési kemur heim. Ég var meiri að segja svo dugleg áðan að ég rölti mér með myndavélina yfir í Nes og tók myndir fyrir þig Svanfríður mín. Það er eini gallinn að það verður að tengja stóru borðvélina til að geta sett myndirnar inn og það er eitthvað ólag á henni þannig að Pési verður að græja það. Vona að hann hafi tíma í kvöld.
Ella Dögg: Gaman að sjá komment frá þér:) Læt ykkur vita þegar eitthvað gerist. Kv. Helga
Post a Comment
<< Home