Sunday, September 10, 2006

Komið þið sæl. Ég er svo upp með mér yfir öllum nýju bloggvinunum að mér finnst ég verða að standa mig í blogginu og skrifa einhverja vitleysu!
Annars er þetta búin að vera ágætis helgi. Pési og fleiri steggjuðu Grímsa greyið í gær og við konurnar vorum hér heima að sinna börnum og búi. Ég bauð Ingibjörgu, Stefáni Óla og Eddu Hrönn í hamborgara og börnin léku sér saman fram eftir kvöldi. Í dag á Edda Hrönn svo afmæli, til hamingju með það snúlla, og við ætlum að skella okkur í afmæliskaffi í Grímshús á eftir. Pési og félagar skiluðu sér ekki heim fyrr en um sexleytið í morgun en Pési var driver og mér sýndist á svipnum á honum að honum hafi ekki fundist það mjög skemmtilegt, þ.e.a.s. að koma liðinu heim með sér. Hann sagði að hann hefði örugglega haft gott af því að upplifa þetta (og var ég alveg sammála honum:)
Ég held áfram undirbúningi barnsins, keypti bílstól í gær og kláraði að þvo það sem þarf að þvo. Nú eigum við bara eftir að sækja vögguna í Grímshús og þá má stubburinn fara að láta sjá sig.
Næstu dagar verða ansi busy, Pési og Hemmi þurfa báðir að guida næstu þrjá daga og Ásta Margrét er að fara til útlanda þannig að Ása og Edda verða einar með eldhúsið og þrifin í Veiðó. Að vísu held ég að Svana ætli að bjarga okkur og taka kvöldvaktirnar þannig að þetta reddast örugglega. Nú eru ekki nema tíu dagar þar til þessu linnir, mikið verður það nú gott. Að vísu koma nokkrar gæsaskyttur þann 20. og stoppa í þrjá daga og það verður smá púsluspil að manna það, en það hlýtur að reddast!
Jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti, hengja út þvott og sinna börnunum. Hafið það gott. Kv. Helga

8 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það virðist þó alltaf vera fólk í kringum þig..værir þú ekki til í að senda slatta hingað til mín?

3:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

hæ Helga og það er gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá þér og ykkur:)
En ef þið eigið nú leið í bæinn þá væri nú gaman að hitta ykkur.
við erum í hafnarfirði og með sama símanúmer:)
Bið að heilsa kveðja Gréta og co

10:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ.
Ég bíð spennt eftir því að fá krílafréttir ;=) En hafðu það gott. Sjáumst svo ef þú kemur eitthvað suður og svo auðvitað þegar ég kem norður :)

1:24 PM  
Blogger hilmartor said...

Svanfríður: Hvernig væri að við keyptum okkur rellu saman og hefðum áætlunarflug á milli Aðaldals og Chicago? Við getum þá a.m.k. alltaf skroppið í kaffi:)
Gréta: Gaman að heyra frá þér, heyrumst fljótlega.
Elsa Lára: ég set inn myndir þegar krílið er fætt, vonandi verður það bara fljótlega:)
kv. Helga

1:48 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Þar komstu með það vinkona. Afhverju höfum við ekki "fattað" upp á þessu fyrr? Áætlunarflug okkar á milli er auðvitað bara málið:) hahaha

2:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Halló halló!
Það er aldeilis fjör í sveitinni og greinilegt að þið hafið nóg að gera.
Ætluðum nú að kíkja á ykkur þegar við vorum á Akureyri í sumar... en lofum bara að kíkja næst þegar við verðum á ferðinni.
Hlökkum voða mikið til að fá fréttir þegar litli bumbubúinn lætur sjá sig:)
Kveðjur frá Höfn, Hjalta, Össi og Ása Margrét

10:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Iss, Pési greinilega ekki í neinni æfingu að drösla Össa um eins og sumir..... ég hefði pottþétt bara skilið hann eftir,hann hefði komið sér til tengdó á Akureyri undir morgun :S

11:16 PM  
Blogger hilmartor said...

Malla: Þó að Pési sé þekktur fyrir að vera ,,mean looking mother fucker" þá er hann svo góður inn við beinið að hann fékk sig ekki til þess:) Að vísu munaði litlu að Marinó yrði skilinn eftir, þeir voru lagðir af stað þegar hann hringdi og þeir snéru við eftir honum.

10:58 PM  

Post a Comment

<< Home