Friday, September 22, 2006

40 vikur og 3 dagar:)

Ó já tíminn líður og krílið virðist ekkert vera á leiðinni. Við erum hin rólegustu yfir þessu, slöppum bara af í sveitinni og notum tímann til að klára hin ýmsu verk svo Pési geti bara sinnt föðurhlutverkinu þegar þar að kemur. Við vorum úti í allan dag, frábært veður og við eyddum honum í að slétta fyrir framan Nes á gröfunni. Við Hilmar skelltum okkur svo í kirkjuna og ég fræddi hann um Jesú. Hann var staðráðinn í því að Jesú svæfi uppi í kirkjunni og að hann myndi passa sig þegar við þyrftum að skreppa eitthvert í burtu:)
Svo styttist víst í fertugsaldurinn, hrukkurnar og gráu hárin. Ætli að ég skelli ekki í eina væna köku á morgun (nú nema ég ákveði að eyða deginum á fæðingardeildinni:) og þið eruð öll velkomin í heimsókn á sunnudaginn.
Bára greyið hringir oft á dag í gemsann minn og viti menn ég gleymi alltaf að hafa hann á mér. Hún var þess fullviss í gær að ég væri upp á fæðingardeild því Pési svaraði ekki heldur símanum sínum. Ég lofaði því öllu fögru í gær um að hafa símann við höndina í dag en auðvitað gleymdi ég því og voru nokkur missed calls þegar ég kom inn. Ætli að ég verði þá ekki bara að lofa henni því enn einu sinni að reyna að muna eftir honum á morgun.
Jæja ætli að ég verði ekki að fara að svæfa Hilmar Þór. Ég þakka ykkur öllum fyrir kommentin, mér þykir afskaplega vænt um að sjá að þið hugsið til mín.
Kv. Helga

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ææææji Hilmar krútt með Jesú og kirkjuna. Vertu nú komin með ungann áður en við komum ;)Svo ferðu að verða eldgömul gamla geit!Við hlökkum til að koma norður í brúðkaupið og hitta ykkur öll.

Kveðja Garðar og Ester

p.s. komnar meiri myndir frá Tenerife inn

9:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ er alltaf að hugsa til þín :) Ég bjalla í þig á sunnudaginn :) Þú ert sko alls ekkert að verða neitt gömul :) Fyrst ungar þegar við komumst loksins á þennan góða aldur.

Gangi þér vel að koma krílinu í heiminn ef ég heyri ekki í þér áður.

11:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, það aukast lílkurnar á að þú eigir ekki afmælisdaginn ein..... nema eitthvað fari að gerast.
kv. Bára

12:04 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það er svo auðvelt að hugsa til þín Helga mín..þú átt svo stóran part í lífi mínu allavega..vonandi líður þér vel og það er gott að vita að Jesú passi Hilmar:)

2:53 PM  

Post a Comment

<< Home