Monday, September 18, 2006

39 vikur og 6 dagar:)

Ó já 19. sept. er á morgun og enn er ekkert að gerast! Fór í skoðun í morgun og barnið er ekki enn skorðað þannig að við verðum að hringja á sjúkrabíl og vesen ef ég missi vatnið. Pési var voða kátur, sagðist bara getað legið í því þar til krílið skriði út en ég var fljót að benda honum á það að það væri alls ekki garinterað að ég myndi missa vatnið. Hann varð því að sleppa bjórnum greyið kallinn:)
Að öðru leyti er lítið að frétta, jú nema að framkvæmdir eru formlega hafnar í Nesi. Pési er búinn að grafa frá norðurhliðinni á húsinu, gera dren og skipta um lagnir (aðallega út af því að hann gróf þær allar í sundur alveg óvart:) Svo er bara að skella sér í að panta glerið og klæðninguna svo við getum hafist handa!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í þetta skiptið. Please kommentið....
kv. Helga

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

"Svo VIÐ getum hafist handa "... Helga mín, er ekki alveg málið núna að taka þessu bara rólega (þá meina ég þú) og ekki fara út í einhverjar stórframkvæmdir kasólétt ;) hehe! þú hefur ekki mikið breyst :)

8:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

Maður er nú svolítið geldur að gefa komment. En það er reyndar alltaf jafn gaman að koma á síðuna þegar búið er að skrifa eitthvað þannig að ég get vel skilið að það sé gaman þegar athugasemdir eru skrifaðar. SVo maður reynir.
kv.Bára

8:24 PM  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Auðvitað kvittar maður-hvað annað! Ég segi það sama og Andrea, þú ert ekkert á leið í einhverjar innréttingarframkvæmdir núna..það verður nóg að gera hjá þér að eiga barn:)

3:22 AM  
Blogger hilmartor said...

nei nei ég veit það, smá framkvæmdir myndu nú samt kannski duga til að koma fæðingunni af stað:)
Ætli að ég verði ekki nokkuð upptekin við bleijuskipti og þvotta næstu vikurnar, það er hins vegar gott að framkvæmdir séu formlega hafnar og vonandi get
ég tekið ,,smá" þátt í þeim einhverntímann:)
Hafið það gott og takk fyrir kommentin

10:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Úr því að loksins er komið að settum degi þá hefst líklega biðin langa (mikið er ég nú uppörvandi), það er spurning hvort unginn erfi það fá föður sínum að finnast gott að sofa og hafi það bara of gott í hlýjunni.
Farðu bara vel með þig og sparaðu orkuna þína ... og vertu þolinmóð!

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga gangi þér vel:) Þú bíður kannski bara í nokkra daga og gefur þér flotta afmælisgjöf hafðu það gott... Hríðarkveðja Signý

2:46 PM  

Post a Comment

<< Home