40 vikur og 1 dagur:)
Ó já enn er ekkert að gerast, krílið vill ekki koma út og við bíðum bara hin rólegustu. Annars er lítið að frétta héðan. Pési á fullu að búa til dren frá Nesi, notar tímann vel áður en feðraorlofið hefst:)
Hilmar Þór og Andrea Ósk leika sér í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Það nýjasta er að hafa mig sem litla barnið og svo eru þau voða góð við mig. Mamman velti t.d. bílnum áðan og auðvitað rauk pabbinn í að gera við drossíuna. Mamman eldaði svo rosalega góðan jarðarberjagraut úr sandi áðan og við skófluðum honum í okkur í orðsins fyllstu merkingu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, ætla að halda áfram að bíða:)
Kv. Helga
Hilmar Þór og Andrea Ósk leika sér í mömmu og pabbaleik þessa dagana. Það nýjasta er að hafa mig sem litla barnið og svo eru þau voða góð við mig. Mamman velti t.d. bílnum áðan og auðvitað rauk pabbinn í að gera við drossíuna. Mamman eldaði svo rosalega góðan jarðarberjagraut úr sandi áðan og við skófluðum honum í okkur í orðsins fyllstu merkingu!
Jæja ætli að ég láti þetta ekki duga í bili, ætla að halda áfram að bíða:)
Kv. Helga
15 Comments:
Blessuð Helga mín vona að biðin fari að enda en allavega þú ert svo rosa dugleg að skrifa í gestabókina hjá okkur svo ég verð nú að skrifa... Kíki oft að gá hvort það sé komið barn.. (Enn svo ég svari spurningunni þinni þá er ég ekki sammála að Einar sé í meirihluta ég held að ég og Alexander höfum vinninginn:) Eða það finnst mér!! Jæja gangi þér vel vinan..Hugsa til þín
Gleymdi einu myndi vilja sjá MIKLU FLEIRI MYNDIR:)
Við kíkjum hér inn annað slagið og bíðum spennt eftir litlum frænda eða frænku ;-) Farðu nú vel með þið Helga mín.
Bestu kveðjur - Þórey og strákarnir
Signý: já það er svo misjafnt hvaða svipi við sjáum. Ætli að hún hljóti ekki að vera blönduð, er það ekki líka best þannig? Ég skal reyna að bæta úr myndaskortinum fljótlega, allavega þegar nýja barnið lætur sjá sig.
Kv. Helga
hæ Helga.
Nú er maður orðin verulega spenntur og bíður eftir fréttum, vonandi líður þér vel, krílinu líður greinilega vel hjá þér :)
Gangi ykkur allt sem best. Hlakka til að fá fréttir af fjölgun.
Knúsaðu strákana þína frá okkur öllum.
Kristín
Hæ hæ öll. Passaðu þig á því bíða ekki of mikið því stressast allir upp og ekkert gerist? Bara að taka því rólega og gera það sem þig langar til og borða súkkulaði og sonna. Vona samt að þú þurfir ekki að bíða mjög lengi, hún litla frænka fer örugglega að láta sjá sig !! Bestu kveðjur og gangi þér vel. Þórhalla og co.
Hæ hæ ég bíð einmitt svaka spennt eftir því að eitthvað fari að gerast. Ætli barnið komi ekki bara á afmælinu þínu :) Það styttist svakalega í þann dag :)
Gangi þér vel og slakaðu vel á síðustu dagana af meðgöngunni :) Knús frá mér.
hæ gamla .. nú eru komnar inn smá myndir frá tenerife. Ertu ekki alveg að springa ?
Knús og kossar til allra
Takk fyrir góðar kveðjur. Ég er alveg róleg yfir þessu, Pési á ýmislegt eftir ógert sem ekki er verra að klárist áður en barnið lætur sjá sig. Ég er boðin í brúðkaup 30. sept. og nýjasta planið er að halda þessu í sér þar til það er yfirstaðið:)
Nei, nei þetta hlýtur að gerast fljótlega, best að velta því ekkert of mikið fyrir sér.
Kv. Helga
Mikið er ég orðin spennt eftir frænda eða frænku. Það styttist óðum í afælisdaginn þinn. Ætlarðu ekki að eiga hann ein?? Hvað viltu í amælisgjöf, hvernig væri að birta óskalista á blogginu. Það væri afar hentugt fyrir mig. Bíð MJÖG spennt eftir að fá fréttir um fjölgun. kv. Bára
Hæ elska ég eins og allir bíð eftir því að fá fréttir. Skipaðu Pésa bara að vinna heima við það að dekra við þig þessa síðustu daga, nudda þig, elda fyrir þig, taka til og gera allt klárt. Ég held að krílið sé að bíða eftir því ;)
Bestu kveðjur Vala
Langaði bara að kasta á þig kveðju og knúsi. Allt fínt héðan, haustið að koma hér eins og annarsstaðar. Farðu vel með þig og láttu þér líða vel. Mér líst vel á ráð Þórhöllu, bara að borða súkkulaði og svona:)
Krílið er bara að vinna í því að stækka enn frekar, þá eignastu allavega ekki bara "strumpa" eins og ég,tihi. Dreymdi að það væri annar strákur á leiðinni...... spennóóóó..... Gangi ykkur ÆÐISLEGA vel :)
Já hvað vantar þig og hvað vantar fyrir litla krílið og mér líst vel á ráð frú Valgerðar um að láta Pésa vera heima við og dekra við þig :) Knús úr sólinni og blíðunni á Skaganum.
Já Pési skal sko aldeilis fá að finna fyrir því:) Hann ætti að verða feginn þegar unginn skríður út!
Takk fyrir hlýjar og góðar kveðjur.
kv. Helga
Post a Comment
<< Home