Sunday, September 24, 2006

Afmælisdagurinn runninn upp og enn ekkert að gerast

Já þetta blessaða barn vill ekki koma út! Það er svo sem allt í lagi nema þá einna helst að nú finnst mér ég annað slagið eiga nokkuð erfitt með gang og finnst ég ekki mega gera neitt án þess að fá verki í nárann. Ég ætla því hér með formlega að bjóða barnið velkomið (ef það skyldi vera að bíða eftir því:)
Annars buðum við heim fólki í gær, Pési og Edda elduðu dýrindis mat; humar og gæs með öllu tilheyrandi og úðuðum við í okkur þar til við stóðum á öndinni! Völli, Þóra, Grímur, Ingibjörg og börn komu og áttum við góða kvöldstund saman. Hávaðinn og lætin í börnunum voru að vísu vel yfir hættumörkum þannig að ég held að það verði einhver bið í fjölgun hjá Völla og Þóru:) Ég verð líka að viðurkenna það að ég fórnaði höndum og krosslagði fætur, langaði barasta að hætta við þetta allt saman (nei, nei bara að grínast:)
Annars tók ég þá ákvörðun í gær að skella í nokkrar hnallþórur svona úr því að barnið lætur ekkert á sér bera og þið eruð hér með öll boðin í kaffi. Endilega fáið ykkur sunnudagsrúnt í Aðaldalinn og Svanfríður ég skal reyna að semja við Hemma um að ,,skjótast" eftir þér:)
Læt þetta duga í bili, ætla að vekja Pésa og fá vaktaskipti. Hafið það gott. Kv. Helga

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku Helga mín. Innilegar hamingjuóskir með daginn. Hafðu það rosalega gott í dag. Hringi í þig á eftir þegar ég er búin með dömuna í sundskólanum. Þó það sé freistandi að koma í kökur þá held ég að ég eigi það bara inni hjá þér :) En heyrumst á eftir. Knús og kossar frá mér. Þín vinkona, Elsa Lára.

10:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sendum hamingjuóskir á afmælisdaginn og hafðu það gott og vonandi færðu lítið kríli í afmælisgjöf. Bestu kveðjur frá Imbu, Nonna, Sólveigu og Halldóru.

3:50 PM  

Post a Comment

<< Home